Fótbolti

Fyrirstaðan kannski lítil en við vorum frábærar

Sindri Sverrisson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóð sig frábærlega í sínum fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóð sig frábærlega í sínum fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið í kvöld. VÍSIR/VILHELM

„Þetta var þvílíkt gaman og gott að fá traustið frá Jóni Þóri. Ég bjóst ekki neitt við að byrja en þegar maður er ungur þá er gott að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem stimplaði sig inn af krafti frá fyrstu mínútu gegn Lettlandi í kvöld.

Karólína kórónaði leik sinn með sínu fyrsta landsliðsmarki, í 9-0 sigri Íslands, en þetta var hennar annar A-landsleikur.

„Ég átti bara að keyra á þetta – fara 1 á 1 og nota kantinn vel. Við hjálpuðumst mjög vel að við að koma fyrirgjöfum inn í teiginn og nýttum þetta mjög vel í dag,“ sagði Karólína og bætti við:

„Fyrirstaðan var kannski lítil en við gerðum okkar og vorum hrikalega góðar í að nýta góða sénsa. Við vorum frábærar í dag.“

Ísland mætir næst Svíþjóð á þriðjudaginn í sannkölluðum toppslag og ljóst að Karólína gerði sitt til að sýna að hún eigi heima í byrjunarliðinu í þeim leik:

„Við byrjum í kvöld að hugsa um Svíaleikinn. Við hugsuðum bara um Lettaleikinn þangað til núna. Ég er tilbúin ef kallið kemur á þriðjudaginn og vona bara það besta,“ sagði Karólína og brosti.


Tengdar fréttir

Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið

Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur

„Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×