Dyche ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2020 07:00 Dyche er ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Bergs sem var borinn af velli í gærkvöld. John Walton/Getty Images Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48
Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55