Alþjóðlegi jafnlaunadagurinn – árangur og áframhaldandi tækifæri Víðir Ragnarsson skrifar 18. september 2020 15:00 Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er haldinn í dag 18. september og það er sérstaklega ánægjulegt að þessi dagur sé orðinn að veruleika eftir tillögu Íslands að honum til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við kynbundinn launamun hér á landi. Þar er helst að þakka jafnlaunavottun sem var sett í lög árið 2017. Jafnlaunavottun hefur sett á dagskrá fyrirtækja og stofnana það verkefni að mæla kynbundinn launamun og byggja innan sinna raða upp stjórnkerfi til þess að sporna við launamun sem mismunar eftir kyni. Kynbundinn launamunur og mælingar á honum eru eitt en því miður eru laun karla og kvenna annað. Mælingar á kynbundnum launamun og því hvort sé mismunað í launum fyrir jafnverðmæt störf leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem mjög kynbundinn störf og kynbundin ábyrgð felur í sér. Launamunur karla og kvenna er 20% í heiminum í dag, í Evrópu er hann í kringum 15% og hér á Íslandi fá konur 14% lægri laun fyrir sín störf en karlar. Þessar tölur eru alls ekki áberandi í umræðunni um laun og kynbundinn launamun á Íslandi. Þær varpa hins vegar ljósi á þær sorglegu staðreyndir að konur sinna í mun minna mæli en karlar þeim störfum sem við metum til hærri launa og bera í minna mæli ábyrgð sem metin er til launa. OR samstæðan hefur lengi látið sig jafnréttismál og jafnlaunamál varða. Við höfum þróað leiðir og verklag til þess að vakta kynbundinn launamun mjög náið. Þannig höfum við nú í þrjú ár haldið leiðréttum kynbundnum launamun innan við 1%, sem hefur á því tímabili bæði mælst körlum og konum í vil. Við höfum einnig lagst í verkefni til að jafna hlut kynja er varðar ábyrgð, störf og tækifæri. Í dag mælist raunverulegur munur á launum karla og kvenna hjá OR 5,2% fyrir einungis fjórum árum var þetta hlutfall 14% hjá fyrirtækinu. Það starf sem unnið er af stjórnvöldum, í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að því að minnka kynbundinn launamun er góðra gjalda vert og hefur víða náðst gríðarlegur árangur. Tækifærin við að ná raunverulega jöfnum launum felast þó í því að skoða raunlaun karla og kvenna án þess að „leiðrétt“ sé fyrir verðmætamati sem felur í sér kynbundna mismunun á störfum og ábyrgð. Höfundur er verkefnastjóri Jafnréttismála OR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Orkumál Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er haldinn í dag 18. september og það er sérstaklega ánægjulegt að þessi dagur sé orðinn að veruleika eftir tillögu Íslands að honum til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við kynbundinn launamun hér á landi. Þar er helst að þakka jafnlaunavottun sem var sett í lög árið 2017. Jafnlaunavottun hefur sett á dagskrá fyrirtækja og stofnana það verkefni að mæla kynbundinn launamun og byggja innan sinna raða upp stjórnkerfi til þess að sporna við launamun sem mismunar eftir kyni. Kynbundinn launamunur og mælingar á honum eru eitt en því miður eru laun karla og kvenna annað. Mælingar á kynbundnum launamun og því hvort sé mismunað í launum fyrir jafnverðmæt störf leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem mjög kynbundinn störf og kynbundin ábyrgð felur í sér. Launamunur karla og kvenna er 20% í heiminum í dag, í Evrópu er hann í kringum 15% og hér á Íslandi fá konur 14% lægri laun fyrir sín störf en karlar. Þessar tölur eru alls ekki áberandi í umræðunni um laun og kynbundinn launamun á Íslandi. Þær varpa hins vegar ljósi á þær sorglegu staðreyndir að konur sinna í mun minna mæli en karlar þeim störfum sem við metum til hærri launa og bera í minna mæli ábyrgð sem metin er til launa. OR samstæðan hefur lengi látið sig jafnréttismál og jafnlaunamál varða. Við höfum þróað leiðir og verklag til þess að vakta kynbundinn launamun mjög náið. Þannig höfum við nú í þrjú ár haldið leiðréttum kynbundnum launamun innan við 1%, sem hefur á því tímabili bæði mælst körlum og konum í vil. Við höfum einnig lagst í verkefni til að jafna hlut kynja er varðar ábyrgð, störf og tækifæri. Í dag mælist raunverulegur munur á launum karla og kvenna hjá OR 5,2% fyrir einungis fjórum árum var þetta hlutfall 14% hjá fyrirtækinu. Það starf sem unnið er af stjórnvöldum, í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að því að minnka kynbundinn launamun er góðra gjalda vert og hefur víða náðst gríðarlegur árangur. Tækifærin við að ná raunverulega jöfnum launum felast þó í því að skoða raunlaun karla og kvenna án þess að „leiðrétt“ sé fyrir verðmætamati sem felur í sér kynbundna mismunun á störfum og ábyrgð. Höfundur er verkefnastjóri Jafnréttismála OR
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun