Kórónuveiran og úlnliðsbrot í sömu vikunni Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2020 16:59 Vikan hefur reynst hálfgerð hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns. Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata. „Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín. „Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega: „Munið handþvott og spritt, krakkar!“ Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig? „COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“ Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata. „Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín. „Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega: „Munið handþvott og spritt, krakkar!“ Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig? „COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“
Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira