Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2020 19:21 Lífeyrissjóðir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair eftir hlutafjárútboð sem lauk í gær. Almennir hluthafar eiga nú helming hlutafjár en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem áður var stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu. Áður en farið var í hlutafjárútboð Icelandair sem lauk í gær var heildar hlutafé félagsins komið niður í 5,4 milljarða. Félagið stefndi að því að safna tuttugu milljörðum til viðbótar og hafði heimild til að safna þremur milljörðum að auki. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð og voru skráðar áskriftir upp á 37,3 milljarða, eða um rétt rúma fjórtan milljarða umfram lágmarkið sem félagið þurfti til að virkja loforð Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á sex milljörðum hluta. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stjórn félagsins hafa hafnað áskrift upp á sjö milljarða þar sem ekki hafi verið sýnt fram á trygga fjármögnun. Það er sama upphæð og Michele Ballarin vildi kaupa fyrir. Ekki verður þörf fyrir sölutryggingu bankanna. Nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé Icelandair.Vísir/Vilhelm „Okkur er mjög létt og það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að hafa klárað þetta stóra verkefni með svona velheppnuðu hlutafjárútboði. Við erum bæði auðmjúk og stolt yfir öllum þessum stuðningi sem við fengum og félagið fékk frá hluthöfum og í raun íslensku þjóðinni.“ Þjóðinni segir forstjórinn en sú breyting varð á hluthafahópnum að lífeyrissjóðirnir eiga sameiginlega ekki lengur meirihluta upp á 53,33 prósent í félaginu en almenningur á nú helming hlutfjárins. „Hluthöfum er að fjölga mjög mikið. Um sjö þúsund og eru um ellefu þúsund hluthafar núna sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið,“ segir Bogi Nils. Gildi sem var þriðji stærsti hluthafinn í Icelandair fyrir útboðið ákvað að kaup hlut fyrir einn og hálfan milljarð sem að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins nægir til að sjóðurinn haldi sínum rúmlega sjö prósent hlut. En nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé félagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna harmar að sjóðurinn tók ekki þátt í útboðinu.Stöð 2/Sigurjón Það féll hins vegar á jöfnum atkvæðum átta fulltrúa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vera með. En sjóðurinn var áður stærstur með 11,81 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður sjóðsins og einn fulltrúa atvinnulífsins lagði til að hann tæki þátt í útboðinu. „Og við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörtíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Lífeyrissjóðir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair eftir hlutafjárútboð sem lauk í gær. Almennir hluthafar eiga nú helming hlutafjár en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem áður var stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu. Áður en farið var í hlutafjárútboð Icelandair sem lauk í gær var heildar hlutafé félagsins komið niður í 5,4 milljarða. Félagið stefndi að því að safna tuttugu milljörðum til viðbótar og hafði heimild til að safna þremur milljörðum að auki. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð og voru skráðar áskriftir upp á 37,3 milljarða, eða um rétt rúma fjórtan milljarða umfram lágmarkið sem félagið þurfti til að virkja loforð Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á sex milljörðum hluta. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stjórn félagsins hafa hafnað áskrift upp á sjö milljarða þar sem ekki hafi verið sýnt fram á trygga fjármögnun. Það er sama upphæð og Michele Ballarin vildi kaupa fyrir. Ekki verður þörf fyrir sölutryggingu bankanna. Nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé Icelandair.Vísir/Vilhelm „Okkur er mjög létt og það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að hafa klárað þetta stóra verkefni með svona velheppnuðu hlutafjárútboði. Við erum bæði auðmjúk og stolt yfir öllum þessum stuðningi sem við fengum og félagið fékk frá hluthöfum og í raun íslensku þjóðinni.“ Þjóðinni segir forstjórinn en sú breyting varð á hluthafahópnum að lífeyrissjóðirnir eiga sameiginlega ekki lengur meirihluta upp á 53,33 prósent í félaginu en almenningur á nú helming hlutfjárins. „Hluthöfum er að fjölga mjög mikið. Um sjö þúsund og eru um ellefu þúsund hluthafar núna sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið,“ segir Bogi Nils. Gildi sem var þriðji stærsti hluthafinn í Icelandair fyrir útboðið ákvað að kaup hlut fyrir einn og hálfan milljarð sem að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins nægir til að sjóðurinn haldi sínum rúmlega sjö prósent hlut. En nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé félagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna harmar að sjóðurinn tók ekki þátt í útboðinu.Stöð 2/Sigurjón Það féll hins vegar á jöfnum atkvæðum átta fulltrúa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vera með. En sjóðurinn var áður stærstur með 11,81 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður sjóðsins og einn fulltrúa atvinnulífsins lagði til að hann tæki þátt í útboðinu. „Og við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörtíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51
Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33