150 í viðbót í sóttkví og þeirra á meðal forstjórinn Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 21. september 2020 11:03 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra eru á meðal 150 starfsmanna Landspítalans sem eru komin í sóttkví. Til viðbótar eru 100 í úrvinnslusóttkví sem Páll reiknar með að fari fljótt fækkandi. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. „Ég er kominn í sóttkví frá því í gærkvöldi. Í rauninni telur hún frá föstudeginum síðasta. Ég fór í próf í gær sem var neikvæð. Það þarf að fylgja því eftir með öðru prófi seinna í vikunni, samkvæmt reglum.“ Um er að ræða fjórtán smit alls. Níu sem komu upp á skrifstofu Landspítalans en önnur dreifð hér og þar sem virðist ekki tengd. „Til að fylgja öllum reglum er fjöldi í sóttkví, alls 150 manns. Svo 100 í viðbót í úrvinnslusóttkví en við gerum ráð fyrir að verði létt af mörgum í dag.“ Forstjórinn segir smit og sóttkví þó ekki skerða þjónustu. „Margir geta unnið heima, sérstaklega fólk í skrifstofustörfum. Sem betur fer hefur ekki orðið klasasýking í tengslum við smit sem kom upp í skurðlækningaþjónustu. Þannig að við gátum skipulagt þar vaktir um helgina án þess að það truflaði þjónustu.“ Mjög mikilvægt sé að bregðast mjög hratt við. „Við settum spítalann á hættustig í gær vegna þess að við teljum að smit starfsmanna geti ógnað þjónustu spítalans. Við setjum upp algjöra grímuskyldu á spítalanum, fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu, halda fjarfundi og vinna heima þar sem tök eru á,“ segir Páll. „Spítalinn er á hættustigi og við erum að grípa til töluvert margra ráða til að tryggja að við höfum stjórn á þessum sýkingum og að ekki verði klasar,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tekin hafi verið upp skömmtun á mat í matsölum í stað sjálfskömmtunar. Páll segist sjálfur við hestaheilsu, sinni vinnu að heiman í gegnum síma og fjarfundabúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. „Ég er kominn í sóttkví frá því í gærkvöldi. Í rauninni telur hún frá föstudeginum síðasta. Ég fór í próf í gær sem var neikvæð. Það þarf að fylgja því eftir með öðru prófi seinna í vikunni, samkvæmt reglum.“ Um er að ræða fjórtán smit alls. Níu sem komu upp á skrifstofu Landspítalans en önnur dreifð hér og þar sem virðist ekki tengd. „Til að fylgja öllum reglum er fjöldi í sóttkví, alls 150 manns. Svo 100 í viðbót í úrvinnslusóttkví en við gerum ráð fyrir að verði létt af mörgum í dag.“ Forstjórinn segir smit og sóttkví þó ekki skerða þjónustu. „Margir geta unnið heima, sérstaklega fólk í skrifstofustörfum. Sem betur fer hefur ekki orðið klasasýking í tengslum við smit sem kom upp í skurðlækningaþjónustu. Þannig að við gátum skipulagt þar vaktir um helgina án þess að það truflaði þjónustu.“ Mjög mikilvægt sé að bregðast mjög hratt við. „Við settum spítalann á hættustig í gær vegna þess að við teljum að smit starfsmanna geti ógnað þjónustu spítalans. Við setjum upp algjöra grímuskyldu á spítalanum, fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu, halda fjarfundi og vinna heima þar sem tök eru á,“ segir Páll. „Spítalinn er á hættustigi og við erum að grípa til töluvert margra ráða til að tryggja að við höfum stjórn á þessum sýkingum og að ekki verði klasar,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tekin hafi verið upp skömmtun á mat í matsölum í stað sjálfskömmtunar. Páll segist sjálfur við hestaheilsu, sinni vinnu að heiman í gegnum síma og fjarfundabúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira