Fær mikið lof fyrir að stoppa fyrir framan marklínuna og fórna verðlaunasæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 15:01 Diego Méntrida er öflugur þríþrautarmaður og hann sýndi mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/Instagram Spænski þríþrautarkappinn Diego Méntrida hefur fengið mikið hrós fyrir það sem hann gerði í Santander þríþrautarkeppninni á dögunum. Honum þótti það sjálfsagt en það er langt frá því að allir aðrir myndu gera slíkt hið sama. Diego Méntrida sýndi mikinn íþróttaanda eftir kollegi hann hafði gert klaufaleg en jafnframt mjög afdrifarík mistök á endasprettinum. Í síðustu beygjunni og aðeins nokkrum metrum frá marklínunni þá ruglaðist Bretinn James Teagle eitthvað í ríminu. Teagle tók vitlausa beygju og fyrir vikið þá komst umræddur Diego Méntrida fram úr honum. True sportsmanship Diego Mentrida sacrificed a top tier win in the 2020 Santander Triathlon to give it to British athlete James Teagle, who'd taken a wrong turn.Read more: https://t.co/AX0tcPgPSY pic.twitter.com/edNaB3EItu— BBC Sport (@BBCSport) September 21, 2020 Í stað þess að hlaupa í markið og tryggja sér þriðja sætið þá stoppaði Diego Méntrida og leyfði James Teagle að ná sér og þar með að ná bronsinu. James Teagle var að sjálfsögðu mjög þakklátur og hefur síðan vakið athygli á íþróttaanda Spánverjans á samfélagsmiðlum. Diego Méntrida er bara 21 árs gamall og var síðan að sýna mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. James Teagle var ekki sá eini sem tók eftir því sem Diego Méntrida gerði. Hann fékk mikið lof í spænskum fjölmiðlum. Diego Méntrida hefur seinna sagt frá sinni hlið og hann vildi ekki gera of mikið úr þessu. „Hann átti þetta skilið,“ sagði Diego Méntrida um atvikið. „Þetta er eitthvað sem foreldrarnir mínir og félagið mitt kenndu mér þegar ég var barn. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara það eðlilegasta að gera í stöðunni. Þegar ég sá að hann hafði misst af beygjunni þá stoppaði ég bara. James átti skilið að fá þennan verðlaunapening,“ sagði Méntrida. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. El triatleta madrileño Diego Méntrida dejó pasar a su rival cuando éste se equivocó de camino antes de la meta. Peleaban por el tercer puesto en el Triatlón de Santander, que ganó Gómez Noya https://t.co/ZCgxlZQIeL pic.twitter.com/b83zwDTAVX— EL MUNDO Deportes (@ElMundoDeportes) September 17, 2020 Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Spænski þríþrautarkappinn Diego Méntrida hefur fengið mikið hrós fyrir það sem hann gerði í Santander þríþrautarkeppninni á dögunum. Honum þótti það sjálfsagt en það er langt frá því að allir aðrir myndu gera slíkt hið sama. Diego Méntrida sýndi mikinn íþróttaanda eftir kollegi hann hafði gert klaufaleg en jafnframt mjög afdrifarík mistök á endasprettinum. Í síðustu beygjunni og aðeins nokkrum metrum frá marklínunni þá ruglaðist Bretinn James Teagle eitthvað í ríminu. Teagle tók vitlausa beygju og fyrir vikið þá komst umræddur Diego Méntrida fram úr honum. True sportsmanship Diego Mentrida sacrificed a top tier win in the 2020 Santander Triathlon to give it to British athlete James Teagle, who'd taken a wrong turn.Read more: https://t.co/AX0tcPgPSY pic.twitter.com/edNaB3EItu— BBC Sport (@BBCSport) September 21, 2020 Í stað þess að hlaupa í markið og tryggja sér þriðja sætið þá stoppaði Diego Méntrida og leyfði James Teagle að ná sér og þar með að ná bronsinu. James Teagle var að sjálfsögðu mjög þakklátur og hefur síðan vakið athygli á íþróttaanda Spánverjans á samfélagsmiðlum. Diego Méntrida er bara 21 árs gamall og var síðan að sýna mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. James Teagle var ekki sá eini sem tók eftir því sem Diego Méntrida gerði. Hann fékk mikið lof í spænskum fjölmiðlum. Diego Méntrida hefur seinna sagt frá sinni hlið og hann vildi ekki gera of mikið úr þessu. „Hann átti þetta skilið,“ sagði Diego Méntrida um atvikið. „Þetta er eitthvað sem foreldrarnir mínir og félagið mitt kenndu mér þegar ég var barn. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara það eðlilegasta að gera í stöðunni. Þegar ég sá að hann hafði misst af beygjunni þá stoppaði ég bara. James átti skilið að fá þennan verðlaunapening,“ sagði Méntrida. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. El triatleta madrileño Diego Méntrida dejó pasar a su rival cuando éste se equivocó de camino antes de la meta. Peleaban por el tercer puesto en el Triatlón de Santander, que ganó Gómez Noya https://t.co/ZCgxlZQIeL pic.twitter.com/b83zwDTAVX— EL MUNDO Deportes (@ElMundoDeportes) September 17, 2020
Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira