Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 08:31 Peter Gerhardsson er mættur til Íslands með bronsliðið sitt. mynd/stöð 2 Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli kl. 18 í toppslag E-riðils undankeppni EM, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sænska liðið vann Ungverja 8-0 á fimmtudaginn, bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra og silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, og er í fimmta sæti heimslistans. „Við áttum nánast fullkomið mót í Frakklandi,“ sagði Gerhardsson við Vísi í gær eftir æfingu sænska liðsins, þar sem allir leikmenn tóku þátt. Berum virðingu fyrir íslenska liðinu Ísland vann Lettland 9-0 síðasta fimmtudag og er eina liðið sem berst við Svíþjóð um efsta sæti riðilsins: „Við höfum auðvitað horft á leiki Íslendinga og erum með okkar áætlun um hvernig við truflum þeirra leik. Íslenska liðið er gott. Ég sá það spila á EM 2017 og það spilar svolítið eins og við – sýnir hörku og áræðni í varnarleiknum, vill vinna boltann, og er með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn til að spila boltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Lyon og það segir sína sögu um hana, og Glódís Perla Viggósdóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er ein sú besta. Við berum virðingu fyrir þessum leikmönnum og þessu liði, en teljum líka að við getum náð góðum úrslitum,“ sagði Gerhardsson. Leitt að geta ekki gengið um í Reykjavík eins og síðast Föst leikatriði nýttust sænska liðinu einstaklega vel gegn Ungverjum í síðustu viku en Gerhardsson býst ekki við neinu slíku í kvöld: „Ég hef sem þjálfari aldrei séð liðið mitt skora sex mörk úr föstum leikatriðum í sama leiknum. Íslenska liðið er gott í föstum leikatriðum eins og við, bæði í vörn og sókn, svo að það væri mjög ásættanlegt að ná inn einu marki þannig og gæti fært okkur sigurinn,“ sagði þjálfarinn. Sænski hópurinn er lokaður inni á hóteli í Reykjavík þann tíma sem hann dvelur hér á landi, fyrir utan að mega fara á Laugardalsvöll til æfinga og keppni, vegna Covid-reglna. „Ég hef komið hingað einu sinni áður, þegar ég var í fyrsta sinn með U16-landslið karla [snemma á þessari öld]. Þegar ég kem til borga langar mig auðvitað að geta gengið, áður hlaupið, og skoðað mig um. Það er því auðvitað leitt að vera fastur uppi á hóteli, en við erum vön að vera mjög mikið uppi á hóteli. Maður þarf að finna leiðir til að drepa tímann en það fer mikill tími í að skoða komandi leik og fara yfir leikaðferðina með leikmönnum. Ég hugsa því ekki svo mikið um þetta en auðvitað er pínu leitt að geta ekki skoðað Reykjavík,“ sagði Gerhardsson. Klippa: Þjálfari Svía fyrir leikinn við Íslendinga EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli kl. 18 í toppslag E-riðils undankeppni EM, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sænska liðið vann Ungverja 8-0 á fimmtudaginn, bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra og silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, og er í fimmta sæti heimslistans. „Við áttum nánast fullkomið mót í Frakklandi,“ sagði Gerhardsson við Vísi í gær eftir æfingu sænska liðsins, þar sem allir leikmenn tóku þátt. Berum virðingu fyrir íslenska liðinu Ísland vann Lettland 9-0 síðasta fimmtudag og er eina liðið sem berst við Svíþjóð um efsta sæti riðilsins: „Við höfum auðvitað horft á leiki Íslendinga og erum með okkar áætlun um hvernig við truflum þeirra leik. Íslenska liðið er gott. Ég sá það spila á EM 2017 og það spilar svolítið eins og við – sýnir hörku og áræðni í varnarleiknum, vill vinna boltann, og er með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn til að spila boltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Lyon og það segir sína sögu um hana, og Glódís Perla Viggósdóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er ein sú besta. Við berum virðingu fyrir þessum leikmönnum og þessu liði, en teljum líka að við getum náð góðum úrslitum,“ sagði Gerhardsson. Leitt að geta ekki gengið um í Reykjavík eins og síðast Föst leikatriði nýttust sænska liðinu einstaklega vel gegn Ungverjum í síðustu viku en Gerhardsson býst ekki við neinu slíku í kvöld: „Ég hef sem þjálfari aldrei séð liðið mitt skora sex mörk úr föstum leikatriðum í sama leiknum. Íslenska liðið er gott í föstum leikatriðum eins og við, bæði í vörn og sókn, svo að það væri mjög ásættanlegt að ná inn einu marki þannig og gæti fært okkur sigurinn,“ sagði þjálfarinn. Sænski hópurinn er lokaður inni á hóteli í Reykjavík þann tíma sem hann dvelur hér á landi, fyrir utan að mega fara á Laugardalsvöll til æfinga og keppni, vegna Covid-reglna. „Ég hef komið hingað einu sinni áður, þegar ég var í fyrsta sinn með U16-landslið karla [snemma á þessari öld]. Þegar ég kem til borga langar mig auðvitað að geta gengið, áður hlaupið, og skoðað mig um. Það er því auðvitað leitt að vera fastur uppi á hóteli, en við erum vön að vera mjög mikið uppi á hóteli. Maður þarf að finna leiðir til að drepa tímann en það fer mikill tími í að skoða komandi leik og fara yfir leikaðferðina með leikmönnum. Ég hugsa því ekki svo mikið um þetta en auðvitað er pínu leitt að geta ekki skoðað Reykjavík,“ sagði Gerhardsson. Klippa: Þjálfari Svía fyrir leikinn við Íslendinga
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42
Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22
Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28