Mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir Alzheimer Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. september 2020 22:57 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon. Vísir/Egill Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. Ellý Katrín greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Hún starfaði þá sem borgarritari. Eftir greininguna vann hún í hlutastarfi á umhverfissviði þar til í fyrra. Hún ákvað strax að vera hreinskilin um sjúkdóminn. „Það var svo mikið pukur um þennan sjúkdóm. Hann er náttúrulega erfiður þessi sjúkdómur,“ segir Ellý, en bætir við að það hafi hjálpað henni gríðarlega mikið að opna sig. „Svo eru það þessi verkefni sem fyrir okkur eru einföld verkefni, en verða svolítið flóknari. Eins og að leggja á borð, hvert diskurinn fer og í hvaða röð hnífapörin fara niður,“ segir Magnús Karl Magnússon, eiginmaður Ellýar. Ellý hafi gert ferlið auðveldara með því að vera ekki að fela neitt. „Hreinskilnin gefur fólki tækifæri á að sýna ást og umhyggju og kannski minna á að þegar svona stór leyndardómur er þá verða einfaldar spurningar eins og „hvernig hefur þú það?“ flóknar þegar stærsta fréttin er ósögð,“ segir Magnús. Í dag er alþjóðlegi Alzheimerdagurinn. Ellý og Magnús héldu fyrirlestur á rafrænni málstofu Alzheimersamtakanna í tilefni dagsins. Yfirskrift málstofunnar er styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Magnús segir gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti fram hjálparhönd til dæmis í matvöruverslunum. „Eins og þið sjáið, Ellý lítur ekki út eins og hún sé sjúklingur. Þetta er ósýnilegur sjúkdómur að mörgu leyti þannig að fólk þarf að vera vakandi. Það þarf ekki endilega að spyrja hvort það sé með heilabilun heldur hvort það geti aðstoðað þegar fólk sér að einhver veit ekki alveg hvað hann á að gera.“ Hann hvetur alla til að gerast svokallaðir heilavinir, fólk þurfi ekki að hræðast Alzheimer. „Fólk er hrætt við þennan sjúkdóm. Við þurfum bara að tala um hann eins og hverja aðra sjúkdóma – lífið heldur áfram.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. Ellý Katrín greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Hún starfaði þá sem borgarritari. Eftir greininguna vann hún í hlutastarfi á umhverfissviði þar til í fyrra. Hún ákvað strax að vera hreinskilin um sjúkdóminn. „Það var svo mikið pukur um þennan sjúkdóm. Hann er náttúrulega erfiður þessi sjúkdómur,“ segir Ellý, en bætir við að það hafi hjálpað henni gríðarlega mikið að opna sig. „Svo eru það þessi verkefni sem fyrir okkur eru einföld verkefni, en verða svolítið flóknari. Eins og að leggja á borð, hvert diskurinn fer og í hvaða röð hnífapörin fara niður,“ segir Magnús Karl Magnússon, eiginmaður Ellýar. Ellý hafi gert ferlið auðveldara með því að vera ekki að fela neitt. „Hreinskilnin gefur fólki tækifæri á að sýna ást og umhyggju og kannski minna á að þegar svona stór leyndardómur er þá verða einfaldar spurningar eins og „hvernig hefur þú það?“ flóknar þegar stærsta fréttin er ósögð,“ segir Magnús. Í dag er alþjóðlegi Alzheimerdagurinn. Ellý og Magnús héldu fyrirlestur á rafrænni málstofu Alzheimersamtakanna í tilefni dagsins. Yfirskrift málstofunnar er styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Magnús segir gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti fram hjálparhönd til dæmis í matvöruverslunum. „Eins og þið sjáið, Ellý lítur ekki út eins og hún sé sjúklingur. Þetta er ósýnilegur sjúkdómur að mörgu leyti þannig að fólk þarf að vera vakandi. Það þarf ekki endilega að spyrja hvort það sé með heilabilun heldur hvort það geti aðstoðað þegar fólk sér að einhver veit ekki alveg hvað hann á að gera.“ Hann hvetur alla til að gerast svokallaðir heilavinir, fólk þurfi ekki að hræðast Alzheimer. „Fólk er hrætt við þennan sjúkdóm. Við þurfum bara að tala um hann eins og hverja aðra sjúkdóma – lífið heldur áfram.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira