Handtóku leiðtoga sértrúarsafnaðar í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 10:48 Einn forsprakka Kirkju síðustu ritningarinnar í haldi rússneskra alríkislögreglumanna í dag. Vísir/Getty Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðar í afskekktum hluta Síberíu í dag. Trúarleiðtoginn er grunaður um að hafa skaðað heilsu fylgjenda sinna og beitt þá sálfræðilegum þrýstingi til að fá þá til að láta fé af hendi rakna. Sergei Torop var umferðarlögreglumaður þar til hann stofnaði söfnuðinn Kirkju síðustu ritningarinnar í Krasnojarsk-héraði í óbyggðum Síberíu árið 1991, árið sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Þúsundir fylgjenda Torop þekkja hann undir nafninu Vissarion en hann heldur því fram að hann sé kristur endurfæddur. Auk Torop handtók lögreglan tvo aðra leiðtoga safnaðarins, Vadim Redkin og Vladímír Vedernikov, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þremenningarnir eru sagðir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um brotin sem þeir eru grunaðir um að hafa framið. Í umfjöllun The Guardian um söfnuðinn frá árinu 2015 kom fram að fylgjendur Torop kæmu alls staðar að úr heiminum. Þeir þyrftu að afneita því sem söfnuðurinn telur syndir nútímalífs, þar á meðal reykingum, áfengisdrykkju og peningum. Í staðinn búa fylgjendurnir í timburkofum í þorpinu Petropavlovka og stunda landbúnað án nútímatækni. Torop messar yfir söfnuði sínum árið 2002. Hann taldi að geimverur myndu láta söfnuðinn vita af yfirvofandi heimsenda árið eftir.Vísir/Getty Torop sjálfur er þó ekki sagður búa í Petropavlovka heldur í því sem er nefnt „Heimili dögunarinnar“ með um fimmtíu nánustu fylgjendum sínum. Jól eru ekki haldin í Kirkju síðustu ritningarinnar en þess í stað heldur söfnuðurinn 14. janúar hátíðlegan, afmælisdag Torop. Hann boðar fylgjendum sínum heimsendi í miklu flóði sem muni tortíma mannkyninu en eira söfnuðinum. Þeir muni svo dreifa sér frá fyrirheitna landinu sem þeir telja þorpið sitt vera og fjölga mannkyninu á jörðinni og í alheiminum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um Kirkju síðustu ritningarinnar frá árinu 2012. Rússland Trúmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðar í afskekktum hluta Síberíu í dag. Trúarleiðtoginn er grunaður um að hafa skaðað heilsu fylgjenda sinna og beitt þá sálfræðilegum þrýstingi til að fá þá til að láta fé af hendi rakna. Sergei Torop var umferðarlögreglumaður þar til hann stofnaði söfnuðinn Kirkju síðustu ritningarinnar í Krasnojarsk-héraði í óbyggðum Síberíu árið 1991, árið sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Þúsundir fylgjenda Torop þekkja hann undir nafninu Vissarion en hann heldur því fram að hann sé kristur endurfæddur. Auk Torop handtók lögreglan tvo aðra leiðtoga safnaðarins, Vadim Redkin og Vladímír Vedernikov, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þremenningarnir eru sagðir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um brotin sem þeir eru grunaðir um að hafa framið. Í umfjöllun The Guardian um söfnuðinn frá árinu 2015 kom fram að fylgjendur Torop kæmu alls staðar að úr heiminum. Þeir þyrftu að afneita því sem söfnuðurinn telur syndir nútímalífs, þar á meðal reykingum, áfengisdrykkju og peningum. Í staðinn búa fylgjendurnir í timburkofum í þorpinu Petropavlovka og stunda landbúnað án nútímatækni. Torop messar yfir söfnuði sínum árið 2002. Hann taldi að geimverur myndu láta söfnuðinn vita af yfirvofandi heimsenda árið eftir.Vísir/Getty Torop sjálfur er þó ekki sagður búa í Petropavlovka heldur í því sem er nefnt „Heimili dögunarinnar“ með um fimmtíu nánustu fylgjendum sínum. Jól eru ekki haldin í Kirkju síðustu ritningarinnar en þess í stað heldur söfnuðurinn 14. janúar hátíðlegan, afmælisdag Torop. Hann boðar fylgjendum sínum heimsendi í miklu flóði sem muni tortíma mannkyninu en eira söfnuðinum. Þeir muni svo dreifa sér frá fyrirheitna landinu sem þeir telja þorpið sitt vera og fjölga mannkyninu á jörðinni og í alheiminum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um Kirkju síðustu ritningarinnar frá árinu 2012.
Rússland Trúmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira