Sex af okkar stelpum spiluðu í sigrinum á Svíum fyrir sex árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 15:29 Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Svíum í Algarvebikarnum. Getty/Vasco Celio Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Svíum á Laugardalsvellinum í kvöld í öðrum af úrslitaleikjum liðanna um sæti á EM í Englandi. Góð úrslit í kvöld gætu breytt öllu þegar kemur að því að komast á fjórða Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar hafa aðeins tvisvar sinnum unnið Svía í fimmtán A-landsleikjum og aldrei í keppnisleik. Báðir sigrarnir komu í Algarve-bikarnum. Það eru hins vegar leikmenn í íslenska liðinu sem hafa upplifað það að vinna Svía í landsleik. Sex leikmenn í hópnum í dag spiluðu í síðasta sigri á Svíum fyrir rúmum sex árum síðan. Fjórar þeirra voru líka með í hinum sigrinum þremur árum fyrir. Ísland vann 2-1 sigur á Svíþjóð í síðasta landsleik þjóðanna sem fór fram í Algarve bikarnum 12. mars 2014. Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik en Svíar minnkuðu muninn í blálokin. Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru allir í byrjunarliðinu í þeim leik og Rakel Hönnudóttir kom inn á sem varamaður. Sandra Sigurðardóttir og Elín Metta Jensen voru síðan báðar á bekknum í leiknum. Þær fjórar sem tóku einnig þátt í 2-1 sigri á Svíum í Algarve-bikarnum árið 2011 voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir og Dagný Brynjarsdóttir en Dagný kom þá inn á sem varamaður. Síðasti keppnisleikur þjóðanna var í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð árið 2013 þar sem þær sænsku unnu sannfærandi 4-0 sigur. Besti árangur íslensku stelpnanna í keppnisleik á móti Svíum var 2-2 jafnteflisleikur út í Svíþjóð árið 2005 í undankeppni HM 2007. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu þá jafntefli með marki fimmtán mínútum fyrir leikslok en Ásthildur Helgadóttir hafði áður jafnað metin í 1-1 á 49. mínútu. EM 2021 í Englandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Svíum á Laugardalsvellinum í kvöld í öðrum af úrslitaleikjum liðanna um sæti á EM í Englandi. Góð úrslit í kvöld gætu breytt öllu þegar kemur að því að komast á fjórða Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar hafa aðeins tvisvar sinnum unnið Svía í fimmtán A-landsleikjum og aldrei í keppnisleik. Báðir sigrarnir komu í Algarve-bikarnum. Það eru hins vegar leikmenn í íslenska liðinu sem hafa upplifað það að vinna Svía í landsleik. Sex leikmenn í hópnum í dag spiluðu í síðasta sigri á Svíum fyrir rúmum sex árum síðan. Fjórar þeirra voru líka með í hinum sigrinum þremur árum fyrir. Ísland vann 2-1 sigur á Svíþjóð í síðasta landsleik þjóðanna sem fór fram í Algarve bikarnum 12. mars 2014. Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik en Svíar minnkuðu muninn í blálokin. Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru allir í byrjunarliðinu í þeim leik og Rakel Hönnudóttir kom inn á sem varamaður. Sandra Sigurðardóttir og Elín Metta Jensen voru síðan báðar á bekknum í leiknum. Þær fjórar sem tóku einnig þátt í 2-1 sigri á Svíum í Algarve-bikarnum árið 2011 voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir og Dagný Brynjarsdóttir en Dagný kom þá inn á sem varamaður. Síðasti keppnisleikur þjóðanna var í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð árið 2013 þar sem þær sænsku unnu sannfærandi 4-0 sigur. Besti árangur íslensku stelpnanna í keppnisleik á móti Svíum var 2-2 jafnteflisleikur út í Svíþjóð árið 2005 í undankeppni HM 2007. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu þá jafntefli með marki fimmtán mínútum fyrir leikslok en Ásthildur Helgadóttir hafði áður jafnað metin í 1-1 á 49. mínútu.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira