Fótbolti

Jón Guðni mættur til Noregs

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Guðni Fjóluson skrifar undir samninginn við Brann.q
Jón Guðni Fjóluson skrifar undir samninginn við Brann.q mynd/brann.no

Jón Guðni Fjóluson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun spila með liðinu til loka þessa árs.

Jón Guðni, sem er 31 árs og á að baki 17 A-landsleiki, hefur verið án félags síðan í sumar eftir að dvöl hans hjá rússneska félaginu Krasnodar lauk.

„Það er frábært að vera hér og ég hlakka til að koma út á völlinn og hitta nýju liðsfélagana mína,“ sagði Jón Guðni á heimasíðu Brann.

Jón Guðni, sem hóf meistaraflokksferil sinn með Fram á Íslandi, hefur einnig spilað með Sundsvall og Norrköping í Svíþjóð, og Beerschot í Belgíu. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik í Noregi þegar Brann mætir Kristiansund um helgina.

Brann er í 10. sæti af 16 liðum úrvalseildarinnar, með 22 stig eftir 18 umferðir. Tímabilinu í Noregi lýkur síðar en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins, en áætlað er að tímabilið klárist 19. desember, rétt áður en samningur Jóns Guðna við Brann rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×