Kreppan að skella á fólki í ferðaþjónustunni af miklum þunga Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2020 10:37 Ferðamenn eru flognir af landi brott og þar með er tekjulindin horfin. visir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir kreppuna vera að skella á ferðaþjónustunni af miklum þunga. Hann birti nú rétt í þessu örsögur af fólki sem hefur að undanförnu starfað í ferðaþjónustunni. Þetta segir hann varpa ljósi á það sem er að gerast þessa dagana. Myndirnar sem dregnar eru fram byggir framkvæmdastjórinn á símtölum sem honum eru að berast um þessar mundir á hverjum degi. „Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“ Hér eru sannar örsögur úr ferðaþjónustunni sem allar eru að gerast þessa dagana. Sýnishorn af símtölunum sem ég fæ á...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 24. september 2020 Þetta er dæmi um örsögu sem Jóhannes Þór segir bregða ljósi á ástandið: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Hundrað þúsund þúsund krónur á mánuði Og þannig taka dæmin við eitt af öðru: „Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Jóhannes Þór Skúlason kallar eftir hjálp fyrir hönd fólks sem hefur starfað í ferðaþjónustunni. Kreppan er að skella á af miklu afli meðal þeirra sem hafa starfað í þeirri grein.visir/vilhelm Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst - en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt - fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“ Og að endingu: „Hjón, komin að eftirlaunaaldri, sem reka lítið fjölskylduhótel fjarri höfuðborginni sjá fram á að fyrirtækið muni líklega verða gjaldþrota og muni þá soga eignir þeirra með sér ofan í gjaldþrotið. Þau áttu innan við 200 þúsund krónur á bankareikningi um síðustu mánaðarmót. Þetta fólk er ferðaþjónustan.“ Stjórnvöld í klemmu Þessir og fjölmargir annarra, mikill fjöldi að sögn Jóhannesar, eru í erfiðri stöðu og framkvæmdastjórinn kallar eftir aðstoð. Hann segir að 86 prósent allra ferðaþjónustufyrirtækja séu fyrirtæki af þessu tagi, með innan við tíu starfsmenn. Fyrirtæki sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Fólk sem sýndi frumkvæði, skóp verðmæti fyrir sig og samfélagið. Á sama tíma og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir að þarna séu mikil verðmæti nái þessi fyrirtæki að lifa af veturinn gagnrýnir Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins það að stjórnvöld hafi ráðstafað opinberu fé til ferðaþjónustunnar. Hlutfallslega hefur farið mest þangað í því sem snýr að aðgerðum stjórnvalda sem viðbragð við versnandi efnahagshorfum. Sigurður sagði, þá nýkominn af Iðnþingi sem haldið var um helgina, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að stjórnvöld væru búin að velja sigurvegara; þau vildu hafa eggin í sömu körfu og fjárfestu til fortíðar en ekki framtíðar. Ljóst má því vera að stjórnvöld standa frammi fyrir miklum og djúpstæðum vanda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir kreppuna vera að skella á ferðaþjónustunni af miklum þunga. Hann birti nú rétt í þessu örsögur af fólki sem hefur að undanförnu starfað í ferðaþjónustunni. Þetta segir hann varpa ljósi á það sem er að gerast þessa dagana. Myndirnar sem dregnar eru fram byggir framkvæmdastjórinn á símtölum sem honum eru að berast um þessar mundir á hverjum degi. „Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“ Hér eru sannar örsögur úr ferðaþjónustunni sem allar eru að gerast þessa dagana. Sýnishorn af símtölunum sem ég fæ á...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 24. september 2020 Þetta er dæmi um örsögu sem Jóhannes Þór segir bregða ljósi á ástandið: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Hundrað þúsund þúsund krónur á mánuði Og þannig taka dæmin við eitt af öðru: „Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Jóhannes Þór Skúlason kallar eftir hjálp fyrir hönd fólks sem hefur starfað í ferðaþjónustunni. Kreppan er að skella á af miklu afli meðal þeirra sem hafa starfað í þeirri grein.visir/vilhelm Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst - en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt - fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“ Og að endingu: „Hjón, komin að eftirlaunaaldri, sem reka lítið fjölskylduhótel fjarri höfuðborginni sjá fram á að fyrirtækið muni líklega verða gjaldþrota og muni þá soga eignir þeirra með sér ofan í gjaldþrotið. Þau áttu innan við 200 þúsund krónur á bankareikningi um síðustu mánaðarmót. Þetta fólk er ferðaþjónustan.“ Stjórnvöld í klemmu Þessir og fjölmargir annarra, mikill fjöldi að sögn Jóhannesar, eru í erfiðri stöðu og framkvæmdastjórinn kallar eftir aðstoð. Hann segir að 86 prósent allra ferðaþjónustufyrirtækja séu fyrirtæki af þessu tagi, með innan við tíu starfsmenn. Fyrirtæki sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Fólk sem sýndi frumkvæði, skóp verðmæti fyrir sig og samfélagið. Á sama tíma og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir að þarna séu mikil verðmæti nái þessi fyrirtæki að lifa af veturinn gagnrýnir Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins það að stjórnvöld hafi ráðstafað opinberu fé til ferðaþjónustunnar. Hlutfallslega hefur farið mest þangað í því sem snýr að aðgerðum stjórnvalda sem viðbragð við versnandi efnahagshorfum. Sigurður sagði, þá nýkominn af Iðnþingi sem haldið var um helgina, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að stjórnvöld væru búin að velja sigurvegara; þau vildu hafa eggin í sömu körfu og fjárfestu til fortíðar en ekki framtíðar. Ljóst má því vera að stjórnvöld standa frammi fyrir miklum og djúpstæðum vanda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira