„Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2020 13:00 Greinarhöfundur virðist mjög hrifinn af bárujárnshúsunum í Reykjavík. Getty/Arcaid-Universal Images Group Bandaríski vefmiðillinn Bloomberg birti í gær ítarlega umfjöllun um bárujárnshús í Reykjavík. Í röð tísta um greinina nefnir greinarhöfundur fjórar staðreyndir um bárujárnshúsin sem hann telur vera sérstaklega merkilegar. Greinin er hluti af greinaröð Bloomberg þar sem ákveðnar borgir eru teknar fyrir og ítarlega fjallað um hvers konar byggingar það eru sem einkenni viðkomandi borgir. Nú þegar er búið að fjalla um borgir á borð við Hanoi, Brussel, Aþenu, London og Berlín en nú er röðin komin að Íslandi. „Fyrir þann sem heimsækir Reykjavík í fyrsta skipti, þá kemur hún á óvart. Það er ekki bara þessar miklu öfgar á milli birtustigs eftir árstíðum, hið ótrúlega umhleypingasama veðurfar, eða klettótt ásýnd Esjunnar sem gnæfir yfir öllu. Það eru líka byggingarnar“, skrifar Fergus O'Sullivan, höfundur greinarinnar, og þar á hann við bárujárnshúsin, sem einnig má finna um allt land. Segir hann að líklega séu flestir gestir borgarinnar vanir því að sjá bárujárnið notað á iðnaðarhúsum eða bóndabæjum. Það geti því virst fyrir þeim sem gengur um bárujárnshúsin við Bergþórugötuna, og víðar, að miðborg Reykjavíkur sé uppfull af fallegum skúrum. „Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum,“ skrifar O' Sullivan. Í greininni fer O'Sullivan yfir sögu bárujárnshúsana, hvernig það hafi komið til að bárujárnið hafi borist til Íslands, í skiptum fyrir sauðfé. Þá nefnir hann einnig að Íslendingum hafi tekist, með tilkomu bárujárnshúsanna, að meðtaka nýjar leiðir til þess að byggja hýbýli, án þess að glata ákveðnum sérkennum og sjarma sem fyrir var. Í röð tísta um greinina segir O'Sullivan frá því að það sem honum hafi fundist merkilegast við að skrifa greinina sé fjórþætt. Í fyrsta lagi að efri stéttin hér á landi hafi flutt inn þessi hús hingað til lands í pökkum. Í öðru lagi að bárujárnið hafi meðal annars slegið í gegn sem vernd fyrir rigningu sem féll lárétt til jarðar, í þriðja lagi að svalirnar hafi yfirleitt snúið í norður frá sólu og þannig virkað sem eins konar ísskápur til þess að kæla matvöru og í síðasta lagi að Íslendingar séu greinilega mjög hrifnir af steinsteypum húsum. Greinina má lesa í heild sinni hér, og tíst greinarhöfundar hér að neðan. Interesting things I learned writing this piece:1/ Iceland's tiny 19th century upper class used to import their houses as pre-fab kits, then hammer them together on site.https://t.co/Nz4cAr5tJ0— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 2/ Icelanders first got corrugated iron from trading live sheep with the UK. They used it to clad their houses to fight off rain that "falls horizontally"— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 3/ Older houses used to have north-facing balconies - not for sunning yourself on, but as a sort of shaded outdoor fridge.— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 4/ When concrete arrived as a mainstream building material, the Icelanders seem to have loved it. And to a large extent, they still do, referring to functionalist houses as "concrete classics".— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bandaríski vefmiðillinn Bloomberg birti í gær ítarlega umfjöllun um bárujárnshús í Reykjavík. Í röð tísta um greinina nefnir greinarhöfundur fjórar staðreyndir um bárujárnshúsin sem hann telur vera sérstaklega merkilegar. Greinin er hluti af greinaröð Bloomberg þar sem ákveðnar borgir eru teknar fyrir og ítarlega fjallað um hvers konar byggingar það eru sem einkenni viðkomandi borgir. Nú þegar er búið að fjalla um borgir á borð við Hanoi, Brussel, Aþenu, London og Berlín en nú er röðin komin að Íslandi. „Fyrir þann sem heimsækir Reykjavík í fyrsta skipti, þá kemur hún á óvart. Það er ekki bara þessar miklu öfgar á milli birtustigs eftir árstíðum, hið ótrúlega umhleypingasama veðurfar, eða klettótt ásýnd Esjunnar sem gnæfir yfir öllu. Það eru líka byggingarnar“, skrifar Fergus O'Sullivan, höfundur greinarinnar, og þar á hann við bárujárnshúsin, sem einnig má finna um allt land. Segir hann að líklega séu flestir gestir borgarinnar vanir því að sjá bárujárnið notað á iðnaðarhúsum eða bóndabæjum. Það geti því virst fyrir þeim sem gengur um bárujárnshúsin við Bergþórugötuna, og víðar, að miðborg Reykjavíkur sé uppfull af fallegum skúrum. „Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum,“ skrifar O' Sullivan. Í greininni fer O'Sullivan yfir sögu bárujárnshúsana, hvernig það hafi komið til að bárujárnið hafi borist til Íslands, í skiptum fyrir sauðfé. Þá nefnir hann einnig að Íslendingum hafi tekist, með tilkomu bárujárnshúsanna, að meðtaka nýjar leiðir til þess að byggja hýbýli, án þess að glata ákveðnum sérkennum og sjarma sem fyrir var. Í röð tísta um greinina segir O'Sullivan frá því að það sem honum hafi fundist merkilegast við að skrifa greinina sé fjórþætt. Í fyrsta lagi að efri stéttin hér á landi hafi flutt inn þessi hús hingað til lands í pökkum. Í öðru lagi að bárujárnið hafi meðal annars slegið í gegn sem vernd fyrir rigningu sem féll lárétt til jarðar, í þriðja lagi að svalirnar hafi yfirleitt snúið í norður frá sólu og þannig virkað sem eins konar ísskápur til þess að kæla matvöru og í síðasta lagi að Íslendingar séu greinilega mjög hrifnir af steinsteypum húsum. Greinina má lesa í heild sinni hér, og tíst greinarhöfundar hér að neðan. Interesting things I learned writing this piece:1/ Iceland's tiny 19th century upper class used to import their houses as pre-fab kits, then hammer them together on site.https://t.co/Nz4cAr5tJ0— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 2/ Icelanders first got corrugated iron from trading live sheep with the UK. They used it to clad their houses to fight off rain that "falls horizontally"— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 3/ Older houses used to have north-facing balconies - not for sunning yourself on, but as a sort of shaded outdoor fridge.— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 4/ When concrete arrived as a mainstream building material, the Icelanders seem to have loved it. And to a large extent, they still do, referring to functionalist houses as "concrete classics".— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020
Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira