Fyrirsögn aldarinnar: „Samtök atvinnulífsins telja gott svigrúm til launahækkana almenns starfsfólks“ Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2020 15:32 Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar