Eftirlifandi sprengjuárásarinnar í Brussel fær ekki alþjóðlega vernd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2020 23:29 Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkinu bæri ekki að veita manninum alþjóðlega vernd hér á landi. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Í öllum þremur umsóknum komust stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til efnismeðferðar heldur skyldi vísa honum úr landinu og endursenda til Belgíu þar sem hann hafði þegar lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudaginn var en fram kemur í dómsúrskurðinum að maðurinn hafi lýst því að honum hafi upphaflega verið hent út af heimili foreldra sinna þegar hann var barn og hafi eftir það búið á götum Indlands. Hryðjuverkaárásin á flugvöllinn í Brussel fletti ofan af kynhneigð mannsins Hann hafi árið 2014 yfirgefið heimaland sitt og dvalist meðal annars í Belgíu, Króatíu og Póllandi síðan þá. Þegar maðurinn bjó í Belgíu stundaði hann þar verkfræðinám í kaþólskum skóla. Hann hafi hins vegar orðið fyrir sprengjuárás hryðjuverkamanna á flugvellinum í Brussel þann 22. mars 2016 þegar hann var á leið til Svíþjóðar með kærastanum sínum. Hann lýsir því að hann hafi slasast illa, misst tennur og hlotið innvortis meiðsli en atvikið hafi flett ofan af sambandi hans og kærasta hans og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir ofsóknum, niðurlægingu og áreiti af hálfu fjölskyldu kærasta síns. Þegar upp hafi komist um kynhneigð hans hafi hann einnig orðið fyrir áreiti á stúdentagörðunum þar sem hann bjó og hafi þetta haft gríðarleg áhrif á hann andlega og hann hefi síðan verið greindur með áfallastreituröskun. Maðurinn kom fyrst hingað til lands haustið 2017 og vann hann sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn og lauk námskeiði í íslensku hjá Dósaverksmiðjunni. Hann var svo endursendur til Belgíu í september 2018 en hann segist hafa verið skilinn eftir á flugvellinum án farmiðans og því ekki getað sótt farangur sinn. Hann hafi neyðst til að gista í almenningsgarði í Brussel þar sem honum hafi verið nauðgað. Það sé annað meiriháttar áfallið sem hann hafi orðið fyrir í Belgíu. Hefur sótt þrisvar um alþjóðlega vernd hér á landi Hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd á Íslandi þann 12. september 2017 en þann 8. desember sama ár komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að umsókn hans yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar og hann skyldi endursendur til Belgíu. Þann 10. apríl 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar og var maðurinn fluttur til Belgíu þann 4. september 2018. Maðurinn sótti aftur um alþjóðlega vernd hér á landi þann 13. september 2018 og tók Útlendingastofnun ákvörðun þann 5. nóvember um að umsókn hans um alþjóðlega vernd yrði ekki tekin til efnismeðferðar. 12. desember 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun og var hann fluttur til Belgíu þann 14. febrúar 2019. Maðurinn lagði fram þriðju umsóknina um alþjóðlega vernd hér á landi þann 18. febrúar 2019 og er það meðferð stjórnvalda á þeirri umsókn sem dómur héraðsdóms fjallar um. Við nánari athugun kom í ljós að fingraför mannsins voru í gagnagrunni Eurodac og höfðu verið skráð í grunninn af yfirvöldum í Belgíu. Íslensk yfirvöld sendu þann 4. mars sama ár beiðni um viðtöku mannsins og umsóknar hans um alþjóðlega vernd beint til yfirvalda í Belgíu. Belgísk yfirvöld samþykktu níu dögum síðar að taka við manninum á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Í öllum þremur umsóknum komust stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til efnismeðferðar heldur skyldi vísa honum úr landinu og endursenda til Belgíu þar sem hann hafði þegar lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudaginn var en fram kemur í dómsúrskurðinum að maðurinn hafi lýst því að honum hafi upphaflega verið hent út af heimili foreldra sinna þegar hann var barn og hafi eftir það búið á götum Indlands. Hryðjuverkaárásin á flugvöllinn í Brussel fletti ofan af kynhneigð mannsins Hann hafi árið 2014 yfirgefið heimaland sitt og dvalist meðal annars í Belgíu, Króatíu og Póllandi síðan þá. Þegar maðurinn bjó í Belgíu stundaði hann þar verkfræðinám í kaþólskum skóla. Hann hafi hins vegar orðið fyrir sprengjuárás hryðjuverkamanna á flugvellinum í Brussel þann 22. mars 2016 þegar hann var á leið til Svíþjóðar með kærastanum sínum. Hann lýsir því að hann hafi slasast illa, misst tennur og hlotið innvortis meiðsli en atvikið hafi flett ofan af sambandi hans og kærasta hans og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir ofsóknum, niðurlægingu og áreiti af hálfu fjölskyldu kærasta síns. Þegar upp hafi komist um kynhneigð hans hafi hann einnig orðið fyrir áreiti á stúdentagörðunum þar sem hann bjó og hafi þetta haft gríðarleg áhrif á hann andlega og hann hefi síðan verið greindur með áfallastreituröskun. Maðurinn kom fyrst hingað til lands haustið 2017 og vann hann sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn og lauk námskeiði í íslensku hjá Dósaverksmiðjunni. Hann var svo endursendur til Belgíu í september 2018 en hann segist hafa verið skilinn eftir á flugvellinum án farmiðans og því ekki getað sótt farangur sinn. Hann hafi neyðst til að gista í almenningsgarði í Brussel þar sem honum hafi verið nauðgað. Það sé annað meiriháttar áfallið sem hann hafi orðið fyrir í Belgíu. Hefur sótt þrisvar um alþjóðlega vernd hér á landi Hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd á Íslandi þann 12. september 2017 en þann 8. desember sama ár komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að umsókn hans yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar og hann skyldi endursendur til Belgíu. Þann 10. apríl 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar og var maðurinn fluttur til Belgíu þann 4. september 2018. Maðurinn sótti aftur um alþjóðlega vernd hér á landi þann 13. september 2018 og tók Útlendingastofnun ákvörðun þann 5. nóvember um að umsókn hans um alþjóðlega vernd yrði ekki tekin til efnismeðferðar. 12. desember 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun og var hann fluttur til Belgíu þann 14. febrúar 2019. Maðurinn lagði fram þriðju umsóknina um alþjóðlega vernd hér á landi þann 18. febrúar 2019 og er það meðferð stjórnvalda á þeirri umsókn sem dómur héraðsdóms fjallar um. Við nánari athugun kom í ljós að fingraför mannsins voru í gagnagrunni Eurodac og höfðu verið skráð í grunninn af yfirvöldum í Belgíu. Íslensk yfirvöld sendu þann 4. mars sama ár beiðni um viðtöku mannsins og umsóknar hans um alþjóðlega vernd beint til yfirvalda í Belgíu. Belgísk yfirvöld samþykktu níu dögum síðar að taka við manninum á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira