Braut gegn stúlku og dró aðra úr meðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:02 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Barnavernd Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Barnavernd Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira