„Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir!“ Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2020 07:01 Mótorkross-mennirnir fóru á hjólum sínum út í guðsgræna náttúruna til að njóta haustlitanna. En ekki eru allir jafn kátir með þá ferð félaganna. Vísi barst ábending um það sem viðkomandi taldi grófan utanvegaakstur á mótorkrosshjólum. Með fylgdi hlekkur á myndbandsupptöku sem finna má á Youtube, upptöku af myndbandi sem upphaflega var að finna á Instagramreikningi. En þaðan hefur myndbandinu verið eytt. Ekki verður betur séð en þarna sé ekið yfir stokka og steina utan vega; yfir kjarr, gróið land, árbakka og hvað sem fyrir er. Umhverfisstofnun hefur skoðað myndbandið og hefur kært gjörninginn til lögreglu á Norðurlandi eystra. Einhver gæti talið að mótorhjólamenn uni sér best í bensínstybbu og smurolíubrækju en það kemur á daginn að þeir eru einnig náttúruunnendur; þeir sem sjá má á myndbandinu brugðu sér á hjólum sínum út í guðs græna náttúruna til að njóta haustlitanna. Á skjáskoti sem fylgdi ábendingunni, af samskiptum hinna meintu brotamanna á lögum um náttúruvernd tala þeir um „Algjört nammi“, „geggjað“, „flottir“ og Stefán Freyr Jóhannsson segir: „Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir, takk fyrir komuna“. Ekki liggur fyrir hvort Stefán Freyr er að vísa til þess sem sjá má í myndskeiðinu eða hvort hann hafi sjálfur verið með í för. Ekki allir mótorhjólamenn svo ábyrgðarlausir Þegar Vísir hafði samband við Stefán Frey kannaðist hann hins vegar ekki við það að hafa verið að hjóla og alls ekki utan vega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar mótorkrossmennirnir eru að fara um en ef eitthvað er að marka kveðju Stefáns Freys til vina sinna þá er þetta einhvers staðar fyrir norðan, en hann sjálfur er búsettur á Akureyri. Daníel Frey hjá UST var ekki skemmt þegar hann horfði á myndbandið, reyndar saup hann hveljur.ust Ábendingin sem barst Vísi var frá mótorhjólamanni sem ekki vildi láta nafns síns getið en hann sagðist torfæruhjólamaður til margra ára. Sá vildi koma því á framfæri að flestir úr þeim hópi kunni að umgangast náttúruna af virðingu. En svo er ekki um alla og því vildi hann vekja athygli á myndbandinu. Að þeir sem þarna voru á ferð yrðu dregnir til ábyrgðar. Flest mótorhjólafólk sé skynsamt fólk en þessir aðilar telur umræddur ekki í þeim hópi. Klárt brot á náttúruverndarlögum Vísir bar myndbandið undir Daníel Frey Jónsson, sérfræðing í náttúruteymi Umhverfisstofnunar (UST), og hann saup hveljur. Daníel Freyr hafði ekki lengi horft á myndbandsupptökuna þegar hann taldi einsýnt að þarna væri um brot á ræða. „Þetta er nokkuð skýrt brot við 31. grein náttúruverndaralaga. Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill. Í þessu myndbandi er ekið um gróið land, ýmist það sem virðist vera birkiskógur, moslendi og blautur bakkagróður við læki. Svona hjól tæta gróðursvörðinn og í myndbandinu má greinilega sjá skemmdir og ummerki sem myndast um leið og ekið er yfir. Förin eftir hjólin birtast strax og gróðurinn getur verið lengi að jafna sig. Svona athæfi skapa einnig slæmt fordæmi þar sem fleiri geta fylgt í kjölfarið og skemmdirnar aukist til muna,“ sagði Daníel Freyr ómyrkur í máli. UST kærir gjörninginn til lögreglu Eftir að þau hjá UST höfðu skoðað myndbandið komust þau að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri annað en vísa málinu til lögreglu. „Það reyndist erfitt að finna nákvæma staðsetningu á þessu. Því miður höfum við fengið töluvert af ábendingum á þessu ári um akstur utan vega þar sem um er að ræða mótorhjól. Það hefur hingað til að mestu verið bundið við Suðvesturland,“ segir Daníel Freyr. Og bætir því við að í þeim tilfellum sé oftast um að ræða akstur á sandi og fjöllum, en ekki gróið land eins og um er að ræða í þessu tilfelli. Umhverfismál Akstursíþróttir Lögreglumál Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Vísi barst ábending um það sem viðkomandi taldi grófan utanvegaakstur á mótorkrosshjólum. Með fylgdi hlekkur á myndbandsupptöku sem finna má á Youtube, upptöku af myndbandi sem upphaflega var að finna á Instagramreikningi. En þaðan hefur myndbandinu verið eytt. Ekki verður betur séð en þarna sé ekið yfir stokka og steina utan vega; yfir kjarr, gróið land, árbakka og hvað sem fyrir er. Umhverfisstofnun hefur skoðað myndbandið og hefur kært gjörninginn til lögreglu á Norðurlandi eystra. Einhver gæti talið að mótorhjólamenn uni sér best í bensínstybbu og smurolíubrækju en það kemur á daginn að þeir eru einnig náttúruunnendur; þeir sem sjá má á myndbandinu brugðu sér á hjólum sínum út í guðs græna náttúruna til að njóta haustlitanna. Á skjáskoti sem fylgdi ábendingunni, af samskiptum hinna meintu brotamanna á lögum um náttúruvernd tala þeir um „Algjört nammi“, „geggjað“, „flottir“ og Stefán Freyr Jóhannsson segir: „Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir, takk fyrir komuna“. Ekki liggur fyrir hvort Stefán Freyr er að vísa til þess sem sjá má í myndskeiðinu eða hvort hann hafi sjálfur verið með í för. Ekki allir mótorhjólamenn svo ábyrgðarlausir Þegar Vísir hafði samband við Stefán Frey kannaðist hann hins vegar ekki við það að hafa verið að hjóla og alls ekki utan vega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar mótorkrossmennirnir eru að fara um en ef eitthvað er að marka kveðju Stefáns Freys til vina sinna þá er þetta einhvers staðar fyrir norðan, en hann sjálfur er búsettur á Akureyri. Daníel Frey hjá UST var ekki skemmt þegar hann horfði á myndbandið, reyndar saup hann hveljur.ust Ábendingin sem barst Vísi var frá mótorhjólamanni sem ekki vildi láta nafns síns getið en hann sagðist torfæruhjólamaður til margra ára. Sá vildi koma því á framfæri að flestir úr þeim hópi kunni að umgangast náttúruna af virðingu. En svo er ekki um alla og því vildi hann vekja athygli á myndbandinu. Að þeir sem þarna voru á ferð yrðu dregnir til ábyrgðar. Flest mótorhjólafólk sé skynsamt fólk en þessir aðilar telur umræddur ekki í þeim hópi. Klárt brot á náttúruverndarlögum Vísir bar myndbandið undir Daníel Frey Jónsson, sérfræðing í náttúruteymi Umhverfisstofnunar (UST), og hann saup hveljur. Daníel Freyr hafði ekki lengi horft á myndbandsupptökuna þegar hann taldi einsýnt að þarna væri um brot á ræða. „Þetta er nokkuð skýrt brot við 31. grein náttúruverndaralaga. Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill. Í þessu myndbandi er ekið um gróið land, ýmist það sem virðist vera birkiskógur, moslendi og blautur bakkagróður við læki. Svona hjól tæta gróðursvörðinn og í myndbandinu má greinilega sjá skemmdir og ummerki sem myndast um leið og ekið er yfir. Förin eftir hjólin birtast strax og gróðurinn getur verið lengi að jafna sig. Svona athæfi skapa einnig slæmt fordæmi þar sem fleiri geta fylgt í kjölfarið og skemmdirnar aukist til muna,“ sagði Daníel Freyr ómyrkur í máli. UST kærir gjörninginn til lögreglu Eftir að þau hjá UST höfðu skoðað myndbandið komust þau að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri annað en vísa málinu til lögreglu. „Það reyndist erfitt að finna nákvæma staðsetningu á þessu. Því miður höfum við fengið töluvert af ábendingum á þessu ári um akstur utan vega þar sem um er að ræða mótorhjól. Það hefur hingað til að mestu verið bundið við Suðvesturland,“ segir Daníel Freyr. Og bætir því við að í þeim tilfellum sé oftast um að ræða akstur á sandi og fjöllum, en ekki gróið land eins og um er að ræða í þessu tilfelli.
Umhverfismál Akstursíþróttir Lögreglumál Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira