Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur 2-2 | Víkingar enn án sigurs 27. september 2020 15:50 Tryggvi Hrafn skoraði bæði mörk Skagamanna í dag. Vísir/Bára Skagamenn höfðu verið ágætis skriði fyrir leikinn í dag og unnið tvo leiki í röð. Á sama tíma hafði Víkingur ekki unnið leik síðan liðið vann frækinn 6-2 sigur á Skagamönnum þann 19. júlí síðastliðinn. Síðan þá hafa Víkingar ekki unnið leik og eru enn í leit að sigri eftir 2-2 jafntefli í rigningunni á Akranesi í dag. Gangur leiksins Fyrri hálfleikur var þannig séð frekar rólegur enda aðeins þrír dagar síðan liðin léku síðast leik. Víkingar voru þó töluvert betri aðilinn og ef ekki hefði verið fyrir klaufagang fyrir framan markið þá hefðu þeir verið yfir í hálfleik. Liðið komst ítrekað í álitlegar stöður en tókst aldrei að ná nægilega góðu skoti eða fyrirgjöf til að skora. Skagamenn lágu hins vegar með nær alla sína leikmenn til baka og Tryggvi Hrafn Haraldsson var mjög einmana í fremstu víglínu. Besta færi fyrri hálfleiksins var þó heimamanna þegar Stefán Teitur Þórðarson átti góðan skalla eftir að Ingvar Jónsson kýldi hornspyrnu frá marki beint á kollinn á Stefáni. Ingvar var sem betur fer vel á verði og blakaði boltanum frá. Það var þó lítið um alvöru opnanir í fyrri hálfleik og staðan því markalaus í hálfleik. Í síðari hálfleik var allt annað upp á teningnum. Skagamenn höfðu varla farið yfir miðju þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk langan bolta inn fyrir eftir harða sókn Víkinga. Tryggvi Hrafn var einn á auðum sjó, keyrði að marki og vippaði fimlega yfir Ingvar í markinu. Staðan orðin 1-0 ÍA í vil en Adam var ekki lengi í paradís. Aðeins mínútur síðar jafnaði Ágúst Eðvald Hlynsson metin með frábæru marki þegar hann klippti boltann í netið eftir að Erlingur Agnarsson vippaði boltanum út í teiginn frá endalínu. Frábært mark hjá Ágústi og staðan orðin 1-1. Þremur mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir. Enn og aftur vann Sölvi Geir Ottesen boltann eftir hornspyrnu Ágústs. Hann var utarlega í teignum og skallaði að marki, boltinn rataði á Halldór Jón Sigurð Þórðarson sem náði frábærum snúning innan teigs og góðu skoti í fyrsta sem söng í netinu. Gestirnir því sanngjarnt komnir 2-1 yfir en Víkingar höfðu fram til þessa verið mikið mun betri aðilinn á Skipaskaga. Rúmum tíu mínútum síðar var Halldór Jón Sigurður næstum búinn að koma Víkingum í 3-1 þegar hann átti skot í innanverða stöngina. Í kjölfarið brunuðu Skagamenn upp völlinn, Tryggvi Hrafn óð inn á teig þar sem hann var felldur og vítaspyrna dæmd. Tryggvi fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 2-2 þegar 65 mínútur voru á klukkunni. Fleiri urðu mörkin ekki þó bæði lið hafi fengið ágæt færi. Lokatölur því 2-2. Skaginn er sem fyrr í 7. sæti, nú með 21 stig. Víkingar eru á sama tíma í 10. sæti með aðeins 16 stig. Af hverju varð jafntefli? Af því bæði lið skoruðu tvö mörk. Bæði lið hefðu mögulega átt að bæta við mörkum en dauðafæri fóru í súgin á báðum endum vallarins. Hverjir stóðu upp úr? Tryggvi Hrafn Haraldsson var frábær í liði Skagamanna að venju. Þrátt fyrir að nánast eins og ´Palli var einn í heiminum´ á löngum köflum í leiknum þá var hann alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann. Skoraði frábært mark þegar hann slapp einn í gegn ásamt því að fiska vítaspyrnu og skora úr henni í kjölfarið. Hjá Víkingum var Halldór Jón Sigurður frábær. Ekki nóg með að skora þá ógnaði hann vörn og marki ÍA frá fyrstu mínútu. Á öðrum degi hefði hann mögulega skorað þrjú en Árni Snær varði í tvígang frábærlega frá honum ásamt því að hann setti boltann einu sinni í marksúluna. Árni Snær og Ingvar Jónsson áttu báðir nokkrar flottar markvörslur og lítið hægt að sakast við þá í mörkunum sem lið þeirra fengu á sig. Ágúst Eðvald átti einnig góðan leik í liði Víkings og skoraði frábært mark. Hvað mátti betur fara? Adam Ægir Pálsson hefði ef til vill viljað græða meira á þeim urmul skota sem hann átti. Þá var færanýting Víkinga og sendingar á síðasta þriðjung ekki upp á marga fiska en liðið komst ítrekað í góðar stöður. Hvað gerist næst? Víkingar fá Íslandsmeistara KR í heimsókn á Heimavöll Hamingjunnar í Fossvogi á fimmtudaginn kemur. Skagamenn fá viku frí og leika næst á sunnudaginn þegar FH-ingar koma í heimsókn á Skipaskaga. Hefði vijað vinna þennan leik „Hefði viljað vinna þennan leik en það sem við lögðum í þetta verkefni í dag var mikið, strákarnir lögðu ansi mikið á sig. Við höfum verið að reyna að loka leiðinni að markinu okkar og við gerðum það að mörgu leyti í dag en samt fáum við á okkur tvö – ekki beint klaufaleg – mörk þar sem við hefðum getað hreinsað boltann út af hættusvæðinu. Annars þokkalega sáttur miðað við hvernig leikurinn þróaðist en að því sögðu þá fengum við dauðafæri undir lokin til að komast yfir það hefði verið nokkuð ljúft,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, um leik dagsins. „Það eru ákveðin svæði á vellinum sem er verra að tapa boltanum á og það er venjulega nálægt eigin marki, það segir sjálft. Það var ekki einhver glimrandi og glansandi spilamennska hjá Víkingum sem sköpuðu þessi mörk og tækifæri heldur var það meiri klaufagangur hjá okkur. Það breytir því ekki að við héldum áfram og komum okkur inn í leikinn en það breytir því ekki að ég hefði viljað sjá menn hér í síðari hálfleik – þar sem völlurinn var orðinn mjög þungur – að koma boltanum oftar út af hættusvæðinu,“ sagði Jói Kalli um mörkin sem ÍA fék á sig. „Tryggvi Hrafn er frábær leikmaður og leiddi línuna vel hjá okkur í dag. Hann skilaði sér í stöður og hjálpaði öllu liðinu að verjast. Hann sýndi einnig hversu frábær slúttari hann er og hversu miklum gæðum hann býr yfir,“ sagði Jói um frammistöðu Tryggva í dag. Stefán Teitur fór meiddur út af í dag og Guðmundur Tyrfingsson var frá vegna meiðsla – sem og Viktor Jónsson. Guðmundur verður vonandi fær í næsta leik og þá er Stefán Teitur í leikbanni í næsta leik ÍA svo hann ætti að fá nægan tíma til að jafna sig. Undirritaður gleymdi svo einfaldlega að spyrja út í Viktor. „Ég myndi ekki halda það. Að spila svona lengi inn í veturinn gæti orðið krefjandi en þetta eru strákar – svo ég tali um mína leikmenn – í toppstandi og eiga að geta höndlað þetta. Leikmennirnir sjálfir þurfa kannski að spá í hvað þeir eru að gera þegar þeir eru ekki að æfa og ekki að spila, þá á einbeitingin að vera á því að vera fótboltamaður. Ef þú nýtir hvíldina vel og nærir þig vel þá áttu að höndla þetta,“ sagði Jói að lokum aðspurður hvort það væri til of mikils ætlast af leikmönnum deildarinnar að spila 2-3 leiki í viku. Pepsi Max-deild karla ÍA Víkingur Reykjavík
Skagamenn höfðu verið ágætis skriði fyrir leikinn í dag og unnið tvo leiki í röð. Á sama tíma hafði Víkingur ekki unnið leik síðan liðið vann frækinn 6-2 sigur á Skagamönnum þann 19. júlí síðastliðinn. Síðan þá hafa Víkingar ekki unnið leik og eru enn í leit að sigri eftir 2-2 jafntefli í rigningunni á Akranesi í dag. Gangur leiksins Fyrri hálfleikur var þannig séð frekar rólegur enda aðeins þrír dagar síðan liðin léku síðast leik. Víkingar voru þó töluvert betri aðilinn og ef ekki hefði verið fyrir klaufagang fyrir framan markið þá hefðu þeir verið yfir í hálfleik. Liðið komst ítrekað í álitlegar stöður en tókst aldrei að ná nægilega góðu skoti eða fyrirgjöf til að skora. Skagamenn lágu hins vegar með nær alla sína leikmenn til baka og Tryggvi Hrafn Haraldsson var mjög einmana í fremstu víglínu. Besta færi fyrri hálfleiksins var þó heimamanna þegar Stefán Teitur Þórðarson átti góðan skalla eftir að Ingvar Jónsson kýldi hornspyrnu frá marki beint á kollinn á Stefáni. Ingvar var sem betur fer vel á verði og blakaði boltanum frá. Það var þó lítið um alvöru opnanir í fyrri hálfleik og staðan því markalaus í hálfleik. Í síðari hálfleik var allt annað upp á teningnum. Skagamenn höfðu varla farið yfir miðju þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk langan bolta inn fyrir eftir harða sókn Víkinga. Tryggvi Hrafn var einn á auðum sjó, keyrði að marki og vippaði fimlega yfir Ingvar í markinu. Staðan orðin 1-0 ÍA í vil en Adam var ekki lengi í paradís. Aðeins mínútur síðar jafnaði Ágúst Eðvald Hlynsson metin með frábæru marki þegar hann klippti boltann í netið eftir að Erlingur Agnarsson vippaði boltanum út í teiginn frá endalínu. Frábært mark hjá Ágústi og staðan orðin 1-1. Þremur mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir. Enn og aftur vann Sölvi Geir Ottesen boltann eftir hornspyrnu Ágústs. Hann var utarlega í teignum og skallaði að marki, boltinn rataði á Halldór Jón Sigurð Þórðarson sem náði frábærum snúning innan teigs og góðu skoti í fyrsta sem söng í netinu. Gestirnir því sanngjarnt komnir 2-1 yfir en Víkingar höfðu fram til þessa verið mikið mun betri aðilinn á Skipaskaga. Rúmum tíu mínútum síðar var Halldór Jón Sigurður næstum búinn að koma Víkingum í 3-1 þegar hann átti skot í innanverða stöngina. Í kjölfarið brunuðu Skagamenn upp völlinn, Tryggvi Hrafn óð inn á teig þar sem hann var felldur og vítaspyrna dæmd. Tryggvi fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 2-2 þegar 65 mínútur voru á klukkunni. Fleiri urðu mörkin ekki þó bæði lið hafi fengið ágæt færi. Lokatölur því 2-2. Skaginn er sem fyrr í 7. sæti, nú með 21 stig. Víkingar eru á sama tíma í 10. sæti með aðeins 16 stig. Af hverju varð jafntefli? Af því bæði lið skoruðu tvö mörk. Bæði lið hefðu mögulega átt að bæta við mörkum en dauðafæri fóru í súgin á báðum endum vallarins. Hverjir stóðu upp úr? Tryggvi Hrafn Haraldsson var frábær í liði Skagamanna að venju. Þrátt fyrir að nánast eins og ´Palli var einn í heiminum´ á löngum köflum í leiknum þá var hann alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann. Skoraði frábært mark þegar hann slapp einn í gegn ásamt því að fiska vítaspyrnu og skora úr henni í kjölfarið. Hjá Víkingum var Halldór Jón Sigurður frábær. Ekki nóg með að skora þá ógnaði hann vörn og marki ÍA frá fyrstu mínútu. Á öðrum degi hefði hann mögulega skorað þrjú en Árni Snær varði í tvígang frábærlega frá honum ásamt því að hann setti boltann einu sinni í marksúluna. Árni Snær og Ingvar Jónsson áttu báðir nokkrar flottar markvörslur og lítið hægt að sakast við þá í mörkunum sem lið þeirra fengu á sig. Ágúst Eðvald átti einnig góðan leik í liði Víkings og skoraði frábært mark. Hvað mátti betur fara? Adam Ægir Pálsson hefði ef til vill viljað græða meira á þeim urmul skota sem hann átti. Þá var færanýting Víkinga og sendingar á síðasta þriðjung ekki upp á marga fiska en liðið komst ítrekað í góðar stöður. Hvað gerist næst? Víkingar fá Íslandsmeistara KR í heimsókn á Heimavöll Hamingjunnar í Fossvogi á fimmtudaginn kemur. Skagamenn fá viku frí og leika næst á sunnudaginn þegar FH-ingar koma í heimsókn á Skipaskaga. Hefði vijað vinna þennan leik „Hefði viljað vinna þennan leik en það sem við lögðum í þetta verkefni í dag var mikið, strákarnir lögðu ansi mikið á sig. Við höfum verið að reyna að loka leiðinni að markinu okkar og við gerðum það að mörgu leyti í dag en samt fáum við á okkur tvö – ekki beint klaufaleg – mörk þar sem við hefðum getað hreinsað boltann út af hættusvæðinu. Annars þokkalega sáttur miðað við hvernig leikurinn þróaðist en að því sögðu þá fengum við dauðafæri undir lokin til að komast yfir það hefði verið nokkuð ljúft,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, um leik dagsins. „Það eru ákveðin svæði á vellinum sem er verra að tapa boltanum á og það er venjulega nálægt eigin marki, það segir sjálft. Það var ekki einhver glimrandi og glansandi spilamennska hjá Víkingum sem sköpuðu þessi mörk og tækifæri heldur var það meiri klaufagangur hjá okkur. Það breytir því ekki að við héldum áfram og komum okkur inn í leikinn en það breytir því ekki að ég hefði viljað sjá menn hér í síðari hálfleik – þar sem völlurinn var orðinn mjög þungur – að koma boltanum oftar út af hættusvæðinu,“ sagði Jói Kalli um mörkin sem ÍA fék á sig. „Tryggvi Hrafn er frábær leikmaður og leiddi línuna vel hjá okkur í dag. Hann skilaði sér í stöður og hjálpaði öllu liðinu að verjast. Hann sýndi einnig hversu frábær slúttari hann er og hversu miklum gæðum hann býr yfir,“ sagði Jói um frammistöðu Tryggva í dag. Stefán Teitur fór meiddur út af í dag og Guðmundur Tyrfingsson var frá vegna meiðsla – sem og Viktor Jónsson. Guðmundur verður vonandi fær í næsta leik og þá er Stefán Teitur í leikbanni í næsta leik ÍA svo hann ætti að fá nægan tíma til að jafna sig. Undirritaður gleymdi svo einfaldlega að spyrja út í Viktor. „Ég myndi ekki halda það. Að spila svona lengi inn í veturinn gæti orðið krefjandi en þetta eru strákar – svo ég tali um mína leikmenn – í toppstandi og eiga að geta höndlað þetta. Leikmennirnir sjálfir þurfa kannski að spá í hvað þeir eru að gera þegar þeir eru ekki að æfa og ekki að spila, þá á einbeitingin að vera á því að vera fótboltamaður. Ef þú nýtir hvíldina vel og nærir þig vel þá áttu að höndla þetta,“ sagði Jói að lokum aðspurður hvort það væri til of mikils ætlast af leikmönnum deildarinnar að spila 2-3 leiki í viku.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti