Fólk verði að átta sig á því að „við erum öll í sama bátnum“ Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31
Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43