Ramos tryggði Real sigur af vítapunktinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. september 2020 21:00 Sigurmarkið í uppsiglingu. vísir/Getty .Real Madrid heimsótti Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Madridingar gerðu markalaust jafntefli við Real Sociedad í fyrstu umferð. Federico Valverde kom Madridingum yfir snemma leiks en mörk frá Aissa Mandi og William Carvalho sáu til þess að heimamenn fóru með 2-1 forystu í leikhléið. Snemma í síðari hálfleik var staðan orðin jöfn þar sem Emerson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 48.mínútu. Ekki skánaði hans dagur skömmu síðar þegar hann fékk að líta rautt spjald á 68.mínútu. Einum fleiri tókst Real Madrid að knýja fram sigurmark en það kom af vítapunktinum þar sem Sergio Ramos reyndist öryggið uppmálað á 82.mínútu. Lokatölur 2-3. Enski boltinn
.Real Madrid heimsótti Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Madridingar gerðu markalaust jafntefli við Real Sociedad í fyrstu umferð. Federico Valverde kom Madridingum yfir snemma leiks en mörk frá Aissa Mandi og William Carvalho sáu til þess að heimamenn fóru með 2-1 forystu í leikhléið. Snemma í síðari hálfleik var staðan orðin jöfn þar sem Emerson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 48.mínútu. Ekki skánaði hans dagur skömmu síðar þegar hann fékk að líta rautt spjald á 68.mínútu. Einum fleiri tókst Real Madrid að knýja fram sigurmark en það kom af vítapunktinum þar sem Sergio Ramos reyndist öryggið uppmálað á 82.mínútu. Lokatölur 2-3.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti