Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. september 2020 20:00 Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15
Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent