50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2020 08:54 Flugfélagsvélin brotlenti á hæstu bungu eyjunnar Mykiness í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Skjáskot/Kringvarp Færeyja, Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs. Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Allt annað barn eftir nokkrar vikur í Suður-Afríku Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs.
Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Allt annað barn eftir nokkrar vikur í Suður-Afríku Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira