Afi greiðir móður afabarns bætur vegna ummæla á Facebook Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 22:55 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét um hana falla á Facebook. Vísir/Stefán Afi var á dögunum dæmdur til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa birt um hana ærumeiðandi ummæli á Facebook. Hann skrifaði meðal annars um hana að hún ætti við geðræn vandamál að stríða, væri hættuleg börnum sínum og að hún væri ofbeldismanneskja. Ágreiningur hafði risið milli foreldra barnsins um umgengi barnsins og föður þess eftir að þau slitu samvistum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að átök hafi orðið í samskiptum afans og fjölskyldu móðurinnar og hafði atvikið komið til kasta lögreglu. Þá hafi atvik í aðdraganda ummælanna sem afinn skrifaði átt sér stað þar sem faðir barnsins hugðist fara með það í frí til útlanda ásamt afanum og fleirum úr fjölskyldu sinni. Daginn fyrir brottför hafi konan upplýst föður barnsins að hún heimilaði honum ekki að fara með barnið úr landi. Fjölskyldan fór í fríið án barnsins og segir afinn að móðirin hafi ítrekað komið í veg fyrir eða torveldað að barnið kæmist í frí erlendis með föðurfjölskyldu sinni. „Ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn“ Þegar afinn frétti af því að móðirin hyggðist ekki leyfa barninu að fara í fríið með föður sínum og fjölskyldu hans sendi afinn móðurinni einkaskilaboð á Facebook þar sem hann sagði meðal annars að hún væri fyrirlitlegasta manneskja sem hann hefði kynnst og að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Þá sendi hann: „ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn og mun gera þér allt til bölvunar sem hugsast getur.“ Innan við klukkustund síðar birti afinn færslu á Facebook þar sem hann sagði að alvarlegt mál hefði komið upp innan fjölskyldunnar. Ellefu ára barnabarn hans, sem búið hefði verið að skipuleggja ferð fyrir með fjölskyldu sinni, hefði verið kyrrsettur af móður sinni á grundvelli órökstuddra ásakana. „Móðirin á við geðræn vandamál að stríða og hefur í votta viðurvist fengið ofsa-reiðisköst sem gætu verið öðrum hættuleg, sérstaklega börnum. Þetta er sorglegt, en ég mun reyna að nýta þann tíma sem við getum haft til að létta þessum yndislega dreng lífið. Bölvun sé móðurinni sem lætur það bitna á syninum, þá að hún geti ekki staðið í lappirnar.“ Þá skrifaði hann einnig að hann óttaðist að „þessi brenglaða kona“ myndi valda syni sínum skaða, annað hvort með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Hún væri hættuleg börnum sínum og að „heiftin er slík að saklaust barn getur ekki varist.“ Facebook-síða afans telst sem opinber vettvangur Vegna þess að birting ummæla mannsins voru á Facebook, sem telst opinber vettvangur að því er segir í dómnum, er ekki talið skipta máli hvort ummælin voru sett fram sem stöðufærsla eða í athugasemdum á umræðuþræði tengdum slíkri færslu. Þá hafði móðirin greint frá því fyrir dómi að afinn eigi minnst 1000 vini á Facebook sem hafi getað séð ummælin. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ummælin sem hafi verið látin falla hafi verið um deilu foreldranna um forræði barnsins en ekki um þjóðfélagslegt málefni. Slík málefni eigi ekkert erindi í opinbera umræðu enda hafi hvorki móðirin né nokkur annar vakið máls á deilunum opinberlega eða um þær verið fjallað á annan hátt á opinberum vettvangi. Móðirin hafði krafist að afanum yrði gert að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur og hafði hún einnig gert þá kröfu að afanum yrði gert að birta niðurstöður dómsins á Facebook síðu sinni. Þeirri kröfu var hafnað af Héraðsdómi og dæmdi hann svo að hluti ummælanna yrðu ómerkt og að afanum bæri að greiða móðurinni 250 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Afi var á dögunum dæmdur til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa birt um hana ærumeiðandi ummæli á Facebook. Hann skrifaði meðal annars um hana að hún ætti við geðræn vandamál að stríða, væri hættuleg börnum sínum og að hún væri ofbeldismanneskja. Ágreiningur hafði risið milli foreldra barnsins um umgengi barnsins og föður þess eftir að þau slitu samvistum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að átök hafi orðið í samskiptum afans og fjölskyldu móðurinnar og hafði atvikið komið til kasta lögreglu. Þá hafi atvik í aðdraganda ummælanna sem afinn skrifaði átt sér stað þar sem faðir barnsins hugðist fara með það í frí til útlanda ásamt afanum og fleirum úr fjölskyldu sinni. Daginn fyrir brottför hafi konan upplýst föður barnsins að hún heimilaði honum ekki að fara með barnið úr landi. Fjölskyldan fór í fríið án barnsins og segir afinn að móðirin hafi ítrekað komið í veg fyrir eða torveldað að barnið kæmist í frí erlendis með föðurfjölskyldu sinni. „Ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn“ Þegar afinn frétti af því að móðirin hyggðist ekki leyfa barninu að fara í fríið með föður sínum og fjölskyldu hans sendi afinn móðurinni einkaskilaboð á Facebook þar sem hann sagði meðal annars að hún væri fyrirlitlegasta manneskja sem hann hefði kynnst og að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Þá sendi hann: „ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn og mun gera þér allt til bölvunar sem hugsast getur.“ Innan við klukkustund síðar birti afinn færslu á Facebook þar sem hann sagði að alvarlegt mál hefði komið upp innan fjölskyldunnar. Ellefu ára barnabarn hans, sem búið hefði verið að skipuleggja ferð fyrir með fjölskyldu sinni, hefði verið kyrrsettur af móður sinni á grundvelli órökstuddra ásakana. „Móðirin á við geðræn vandamál að stríða og hefur í votta viðurvist fengið ofsa-reiðisköst sem gætu verið öðrum hættuleg, sérstaklega börnum. Þetta er sorglegt, en ég mun reyna að nýta þann tíma sem við getum haft til að létta þessum yndislega dreng lífið. Bölvun sé móðurinni sem lætur það bitna á syninum, þá að hún geti ekki staðið í lappirnar.“ Þá skrifaði hann einnig að hann óttaðist að „þessi brenglaða kona“ myndi valda syni sínum skaða, annað hvort með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Hún væri hættuleg börnum sínum og að „heiftin er slík að saklaust barn getur ekki varist.“ Facebook-síða afans telst sem opinber vettvangur Vegna þess að birting ummæla mannsins voru á Facebook, sem telst opinber vettvangur að því er segir í dómnum, er ekki talið skipta máli hvort ummælin voru sett fram sem stöðufærsla eða í athugasemdum á umræðuþræði tengdum slíkri færslu. Þá hafði móðirin greint frá því fyrir dómi að afinn eigi minnst 1000 vini á Facebook sem hafi getað séð ummælin. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ummælin sem hafi verið látin falla hafi verið um deilu foreldranna um forræði barnsins en ekki um þjóðfélagslegt málefni. Slík málefni eigi ekkert erindi í opinbera umræðu enda hafi hvorki móðirin né nokkur annar vakið máls á deilunum opinberlega eða um þær verið fjallað á annan hátt á opinberum vettvangi. Móðirin hafði krafist að afanum yrði gert að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur og hafði hún einnig gert þá kröfu að afanum yrði gert að birta niðurstöður dómsins á Facebook síðu sinni. Þeirri kröfu var hafnað af Héraðsdómi og dæmdi hann svo að hluti ummælanna yrðu ómerkt og að afanum bæri að greiða móðurinni 250 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira