Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Atli Freyr Arason skrifar 27. september 2020 17:03 Rúnar var reiður í leikslok. vísir/bára Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. „Tilfinningin er mjög skrítin. Það sjá allir hvað gerðist hérna í dag, þetta er bara eitthvað sem maður getur ekki sætt sig við,“ sagði Rúnar áður en hann var spurður nánar út í þetta atvik sem hann getur ekki sætt sig við. „Fíflagangurinn í Ólafi Inga Skúlasyni. Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar hundfúll í viðtali eftir leik. KR-ingar tóku langan fund inn í búningsklefa eftir að lokaflautið gall áður en hægt var að veiða þá út í viðtöl. Rúnar var þá spurður hvort hann hafi verið að láta sína menn heyra það inn í klefa. „Fyrir hvað á ég að skamma þá? Við vorum í fínum málum í þessum leik. Staðan er eitt-eitt, úrslit sem við hefðum getað sætt okkur við þrátt fyrir að vera einum fleiri. Völlurinn býður ekki upp á mikinn fótbolta og þetta var erfitt fyrir bæði lið en við erum ósáttir að fá ekki neitt út úr þessu,“ sagði Rúnar Kristinsson. Klippa: Viðtal við Rúnar Kristinsson Leikurinn á Meistaravöllum í dag minnti á köflum meira á sundknattleik en fótbolta vegna stærðarinnar polla sem mynduðust á vellinum vegna úrhellis rigningar. Rúnari var ekki skemmt að spila fótbolta í þessum aðstæðum. „Nei þetta sýnir þeim sem vilja lengja tímabilið að það er erfitt við þessar aðstæður, það er erfitt að spila fótbolta í þessu. Gervigras hefði kannski hjálpað í þessu tilfelli en þetta er bara hluti af leiknum og þá þarf liðið bara að nota önnur vopn í sínum leik. Við breyttum til og settum inn tvo framherja og fórum í gömlu góðu kýlinguna og reyndum að vinna seinni boltana. Við sköpuðum ágætis færi út úr því og markmaðurinn þeirra ver vel alveg tvisvar til þrisvar úr dauðafæri hjá okkur. Við vildum bara reyna að vinna þennan leik,“ hafði Rúnar að segja um óeðlilegar vallar aðstæður í dag. Óskar Örn Hauksson byrjaði leikinn í dag á varamannabekknum en kom svo inn á í hálfleik og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að breyta leiknum með flottu jöfnunarmarki. Aðspurður að því af hverju Óskari var ekki í byrjunarliðinu í dag sagði Rúnar: „Við erum bara með samkeppni, við höfum marga góða fótboltamenn og Stefán Árni er búinn að vera að spila vel í stöðunni hans Óskars. Við breyttum bara um leikkerfi í upphafi síðari hálfleiks með því að fjölga leikmönnum framarlega á vellinum og fara í þriggja manna vörn og setja langa bolta fram. Óskar slapp í gegn mjög snemma í síðari hálfleiknum og hann er frábær að klára færi úr þessari stöðu og gerði það vel í dag.“ Kristján Flóki Finnbogason fór meiddur af velli á 79. mínútu leiksins. Rúnar sagðist ekki alveg viss um hversu Flóki verður lengi frá keppni. „Hún er óljós. Við vitum ekki alveg hvað er að hrjá hann en hann var kominn með eitthvað tak aftan í lærið. Sennilega er þetta einhverskonar tognun en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. „Tilfinningin er mjög skrítin. Það sjá allir hvað gerðist hérna í dag, þetta er bara eitthvað sem maður getur ekki sætt sig við,“ sagði Rúnar áður en hann var spurður nánar út í þetta atvik sem hann getur ekki sætt sig við. „Fíflagangurinn í Ólafi Inga Skúlasyni. Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar hundfúll í viðtali eftir leik. KR-ingar tóku langan fund inn í búningsklefa eftir að lokaflautið gall áður en hægt var að veiða þá út í viðtöl. Rúnar var þá spurður hvort hann hafi verið að láta sína menn heyra það inn í klefa. „Fyrir hvað á ég að skamma þá? Við vorum í fínum málum í þessum leik. Staðan er eitt-eitt, úrslit sem við hefðum getað sætt okkur við þrátt fyrir að vera einum fleiri. Völlurinn býður ekki upp á mikinn fótbolta og þetta var erfitt fyrir bæði lið en við erum ósáttir að fá ekki neitt út úr þessu,“ sagði Rúnar Kristinsson. Klippa: Viðtal við Rúnar Kristinsson Leikurinn á Meistaravöllum í dag minnti á köflum meira á sundknattleik en fótbolta vegna stærðarinnar polla sem mynduðust á vellinum vegna úrhellis rigningar. Rúnari var ekki skemmt að spila fótbolta í þessum aðstæðum. „Nei þetta sýnir þeim sem vilja lengja tímabilið að það er erfitt við þessar aðstæður, það er erfitt að spila fótbolta í þessu. Gervigras hefði kannski hjálpað í þessu tilfelli en þetta er bara hluti af leiknum og þá þarf liðið bara að nota önnur vopn í sínum leik. Við breyttum til og settum inn tvo framherja og fórum í gömlu góðu kýlinguna og reyndum að vinna seinni boltana. Við sköpuðum ágætis færi út úr því og markmaðurinn þeirra ver vel alveg tvisvar til þrisvar úr dauðafæri hjá okkur. Við vildum bara reyna að vinna þennan leik,“ hafði Rúnar að segja um óeðlilegar vallar aðstæður í dag. Óskar Örn Hauksson byrjaði leikinn í dag á varamannabekknum en kom svo inn á í hálfleik og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að breyta leiknum með flottu jöfnunarmarki. Aðspurður að því af hverju Óskari var ekki í byrjunarliðinu í dag sagði Rúnar: „Við erum bara með samkeppni, við höfum marga góða fótboltamenn og Stefán Árni er búinn að vera að spila vel í stöðunni hans Óskars. Við breyttum bara um leikkerfi í upphafi síðari hálfleiks með því að fjölga leikmönnum framarlega á vellinum og fara í þriggja manna vörn og setja langa bolta fram. Óskar slapp í gegn mjög snemma í síðari hálfleiknum og hann er frábær að klára færi úr þessari stöðu og gerði það vel í dag.“ Kristján Flóki Finnbogason fór meiddur af velli á 79. mínútu leiksins. Rúnar sagðist ekki alveg viss um hversu Flóki verður lengi frá keppni. „Hún er óljós. Við vitum ekki alveg hvað er að hrjá hann en hann var kominn með eitthvað tak aftan í lærið. Sennilega er þetta einhverskonar tognun en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti