Afkomutengt veiðileyfagjald er vond hugmynd – Þrjár ástæður Kjartan Jónsson skrifar 27. september 2020 17:30 Hugmyndin um afkomutengt veiðileyfagjald, eins og nú tíðkast í íslenskum sjávarútvegi, virðist við fyrstu sýn fela í sér einhvers konar sanngirni. Að greinin greiði í samræmi við afkomu sína hverju sinni. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hversu meingallað þetta fyrirkomulag er. Hér eru þrjár ástæður fyrir því. Tveir heimar í greininni Skipta má útgerðinni gróflega í tvo hópa sem búa við gjörólíkan veruleika. Annar hópurinn eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem stofnuð voru eftir að framsalinu var komið á (1991) og hafa þurft að kaupa veiðiheimildir með tilheyrandi skuldsetningu og fjármagnskostnaði. Hinn hópurinn eru stór fyrirtæki sem fengu tugþúsundir tonna af kvóta afhend árið 1991 eða keyptu fyrir lítið á fyrstu árunum þar á eftir og hafa átt síðan. Í þeim síðarnefna eru líka fyrirtæki í uppsjávarveiðum sem veiða síld, loðnu og makríl, en þær aflaheimildir hafa lítið skipt um hendur. Þegar síðan birtar eru meðaltalstölur um afkomu þessara hópa eru þær því alltaf stórfyrirtækjunum í hag. Erfið afkoma fyrri hópsins verður til þess að veiðileyfagjöld lækka og verður í raun mun lægri en stærri fyrirtækin eru fær um að greiða. Bókhaldsbrellur Íslenskur sjávarútvegur er í heildina séð ógagnsær, þar sem sömu fyrirtæki eiga útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki sem eru gjarnan erlendis. Það eru auðvitað helst áðurnefnd stórfyrirtæki sem geta þannig fært til hagnað á milli veiða, vinnslu og markaðsfyrirtækja. Nú þegar er til staðar hvati til að færa hagnað frá veiðum til vinnslu, því tekjur sjómanna eru tengdar aflaverðmæti. Þá er fyrirtækjunum einnig hagur í að taka út hagnað í erlendu markaðsfyrirtæki þar sem er hagkvæmara skattaumhverfi. Með afkomutengdum veiðileyfagjöldum er hvatinn enn meiri í þá átt að færa hagnað frá útgerðinni – á meðan minnsti hluti þess afla sem veiddur er fer á markað munu þau komast upp með það að einhverju marki. Áhrif virks markaðar með veiðiheimildir Áhrif vaxtalækkana á fasteignalán eru þau að fasteignaverð hækkar með tímanum, þar sem lægri vaxtakostnaður þýðir að fólk getur tekið stærri lán og greitt meira. Það er í samræmi við eðli virks markaðar. Að sama skapi veldur lækkun veiðigjalda hækkun á markaðsverði á veiðiheimildum með tíð og tíma. Þarna er um að ræða markað með nokkur hundruð fyrirtækjum, aðallega litlum og meðalstórum. Þannig étur hækkandi fjármagnskostnaður með tíð og tíma upp þann ávinning sem þessi smærri fyrirtæki höfðu af lækkun veiðileyfagjalda um leið og nýliðun verður í greininni. Jafnræði og gagnsæi Sjávarútvegur á Íslandi hefur áratugum saman komið sér hjá því að fullnægja nútímakröfum um jafnræði og gagnsæi, sem flest önnur svið íslensks atvinnurekstrar og stjórnsýslu hafa þurft að gangast undir. Afkomutengd veiðileyfagjöld eru ekkert annað en bútasaumur á meingölluðu kerfi og löngu tímabært að setja upp kerfi sem tryggir jafnræði og gagnsæi. Höfundur er formaður Okkar auðlindar og framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um afkomutengt veiðileyfagjald, eins og nú tíðkast í íslenskum sjávarútvegi, virðist við fyrstu sýn fela í sér einhvers konar sanngirni. Að greinin greiði í samræmi við afkomu sína hverju sinni. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hversu meingallað þetta fyrirkomulag er. Hér eru þrjár ástæður fyrir því. Tveir heimar í greininni Skipta má útgerðinni gróflega í tvo hópa sem búa við gjörólíkan veruleika. Annar hópurinn eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem stofnuð voru eftir að framsalinu var komið á (1991) og hafa þurft að kaupa veiðiheimildir með tilheyrandi skuldsetningu og fjármagnskostnaði. Hinn hópurinn eru stór fyrirtæki sem fengu tugþúsundir tonna af kvóta afhend árið 1991 eða keyptu fyrir lítið á fyrstu árunum þar á eftir og hafa átt síðan. Í þeim síðarnefna eru líka fyrirtæki í uppsjávarveiðum sem veiða síld, loðnu og makríl, en þær aflaheimildir hafa lítið skipt um hendur. Þegar síðan birtar eru meðaltalstölur um afkomu þessara hópa eru þær því alltaf stórfyrirtækjunum í hag. Erfið afkoma fyrri hópsins verður til þess að veiðileyfagjöld lækka og verður í raun mun lægri en stærri fyrirtækin eru fær um að greiða. Bókhaldsbrellur Íslenskur sjávarútvegur er í heildina séð ógagnsær, þar sem sömu fyrirtæki eiga útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki sem eru gjarnan erlendis. Það eru auðvitað helst áðurnefnd stórfyrirtæki sem geta þannig fært til hagnað á milli veiða, vinnslu og markaðsfyrirtækja. Nú þegar er til staðar hvati til að færa hagnað frá veiðum til vinnslu, því tekjur sjómanna eru tengdar aflaverðmæti. Þá er fyrirtækjunum einnig hagur í að taka út hagnað í erlendu markaðsfyrirtæki þar sem er hagkvæmara skattaumhverfi. Með afkomutengdum veiðileyfagjöldum er hvatinn enn meiri í þá átt að færa hagnað frá útgerðinni – á meðan minnsti hluti þess afla sem veiddur er fer á markað munu þau komast upp með það að einhverju marki. Áhrif virks markaðar með veiðiheimildir Áhrif vaxtalækkana á fasteignalán eru þau að fasteignaverð hækkar með tímanum, þar sem lægri vaxtakostnaður þýðir að fólk getur tekið stærri lán og greitt meira. Það er í samræmi við eðli virks markaðar. Að sama skapi veldur lækkun veiðigjalda hækkun á markaðsverði á veiðiheimildum með tíð og tíma. Þarna er um að ræða markað með nokkur hundruð fyrirtækjum, aðallega litlum og meðalstórum. Þannig étur hækkandi fjármagnskostnaður með tíð og tíma upp þann ávinning sem þessi smærri fyrirtæki höfðu af lækkun veiðileyfagjalda um leið og nýliðun verður í greininni. Jafnræði og gagnsæi Sjávarútvegur á Íslandi hefur áratugum saman komið sér hjá því að fullnægja nútímakröfum um jafnræði og gagnsæi, sem flest önnur svið íslensks atvinnurekstrar og stjórnsýslu hafa þurft að gangast undir. Afkomutengd veiðileyfagjöld eru ekkert annað en bútasaumur á meingölluðu kerfi og löngu tímabært að setja upp kerfi sem tryggir jafnræði og gagnsæi. Höfundur er formaður Okkar auðlindar og framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun