Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 14:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57
„Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49