Voru bestir á Íslandi fyrir áratug en taka nú ekki þátt: „Leiðinleg og erfið ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 08:00 Stemmningin í Sláturhúsinu í Keflavík eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari karla 2010. vísir/daníel Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60. Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60.
Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira