Segja eldisfyrirtækin sýna lögum fullkomna fyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2020 15:45 Myndin sýnir sjóbirting sem lenti í lúsageri á leið til heimkynna sinna við Lofoten í Norður Noregi. Fiskur sem fær slíkan fjölda af lús á sig á mjög takmarkaða möguleika á að lifa af. Redd Villaksen - norsk náttúruverndarsamtök „Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur. Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur.
Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent