Járnvilji í bestu dúfu landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 20:00 Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili. Dýr Fuglar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili.
Dýr Fuglar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira