#Jafntfæðingarorlof, mikil réttarbót! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 29. september 2020 17:30 Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fæðingarorlof Tatjana Latinovic Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun