Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 23:01 Mick Schumacher fær smjörþefinn af Formúlu 1 í næsta mánuði. Joe Portlock /Getty Images Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. BBC greindi frá. Schumacher yngri verður hluti af teymi Alfa Romeo fyrir fyrir Eifel-kappaksturinn í Þýskalandi þann 9. október. Þar með fær Schumacher smjörþefinn af Formúlu 1 kappakstri þó aðeins sé um að ræða æfingar fyrir kappaksturinn sjálfan. Mick Schumacher will make his FP1 debut at next month s German GP The 21-year-old will step in Antonio s car for the session.Read more https://t.co/xA4lfXgAsG #AlfaRomeoRacing #ORLEN pic.twitter.com/K96JsKOoct— Alfa Romeo Racing ORLEN (@alfaromeoracing) September 29, 2020 Þetta verður í fyrsta skipti sem Schumacher keyrir Formúlu 1 bíl en hann er sem stendur efstur í Formúlu 2. Þar keyrir hann fyrir Ferrari en talið er að hann keyri fyrir Alfa Romeo í Formúlu 1 á næstu leiktíð. Alfa Romeo er tengt Ferrari og því væri um hálfgerðan reynsluakstur að ræða. Bretinn Callum Ilott fær að öllum líkindum einnig tækifæri í F1 á næsta ári en hann er í öðru sæti í Formúlu 2 sem stendur. Ilott myndi keyra fyrir Haas sem er einnig tengt Ferrari. „Ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri. Að mitt fyrsta skipti sem hluti af Formúlu 1 helgi verði fyrir framan heimafólk mitt í Nurburgring gerir þetta enn sérstakara. Ég ætla að nýta næstu tíu daga til þess að undirbúa mig eins vel og mögulegt er svo ég standi mig sem allra best,“ sagði Schumacher í viðtali við BBC. Þó svo að Schumacher komist inn í hinn harða heim Formúlu 1 þá á hann töluvert í land með að ná karli föður sínum. Schumacher eldri varð meistari alls sjö sinnum frá 1994 til 2004. Hann vann 91 kappakstur á sínum ferli og skilaði sér 155 sinnum á verðlaunapall. Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. BBC greindi frá. Schumacher yngri verður hluti af teymi Alfa Romeo fyrir fyrir Eifel-kappaksturinn í Þýskalandi þann 9. október. Þar með fær Schumacher smjörþefinn af Formúlu 1 kappakstri þó aðeins sé um að ræða æfingar fyrir kappaksturinn sjálfan. Mick Schumacher will make his FP1 debut at next month s German GP The 21-year-old will step in Antonio s car for the session.Read more https://t.co/xA4lfXgAsG #AlfaRomeoRacing #ORLEN pic.twitter.com/K96JsKOoct— Alfa Romeo Racing ORLEN (@alfaromeoracing) September 29, 2020 Þetta verður í fyrsta skipti sem Schumacher keyrir Formúlu 1 bíl en hann er sem stendur efstur í Formúlu 2. Þar keyrir hann fyrir Ferrari en talið er að hann keyri fyrir Alfa Romeo í Formúlu 1 á næstu leiktíð. Alfa Romeo er tengt Ferrari og því væri um hálfgerðan reynsluakstur að ræða. Bretinn Callum Ilott fær að öllum líkindum einnig tækifæri í F1 á næsta ári en hann er í öðru sæti í Formúlu 2 sem stendur. Ilott myndi keyra fyrir Haas sem er einnig tengt Ferrari. „Ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri. Að mitt fyrsta skipti sem hluti af Formúlu 1 helgi verði fyrir framan heimafólk mitt í Nurburgring gerir þetta enn sérstakara. Ég ætla að nýta næstu tíu daga til þess að undirbúa mig eins vel og mögulegt er svo ég standi mig sem allra best,“ sagði Schumacher í viðtali við BBC. Þó svo að Schumacher komist inn í hinn harða heim Formúlu 1 þá á hann töluvert í land með að ná karli föður sínum. Schumacher eldri varð meistari alls sjö sinnum frá 1994 til 2004. Hann vann 91 kappakstur á sínum ferli og skilaði sér 155 sinnum á verðlaunapall.
Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira