Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2020 08:39 Öryggisgæsla var mikil fyrir utan dómshúsið í Lucknow í morgun. AP Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann LK Advani, auk þeirra MM Joshi og Uma Bharti, voru í hópi þeirra sem neituðu sök um að hafa egnt flokka hindúa til að rífa niður Babri-moskuna, sem reist var á sextándu öld. Eyðilegging moskunnar leiddi til átaka sem verð til þess að um tvö þúsund manns dóu. BBC segir frá því að atburðurinn hafi skipt sköpum í pólitískum uppgangi hægrisinnaðra hindúa í landinu. Bæði opinberar og óháðar rannsóknarnefndir höfðu bendlað háttsetta leiðtoga í Bharatiya Janata-flokknum (BJP) við málið, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee sem lést árið 2018. Árið 1993 voru ákærður gefnar út gegn 49 einstaklingum þar á meðal Advani, Joshi og Bharti. Sautján þeirra eru nú látnir, en dómstóllinn sýknaði hina fyrr í dag. Spenna í samskiptum hindúa og múslima Mikil spenna hefur verið í samskiptum hindúa og múslima í Indlandi síðustu ár, ekki síst vegna atburðarins í Ayodhya og eftirmála hans. Múslimar í Indlandi eru um 200 milljónir talsins, en engu að síður í miklum minnihluta. Tæpt er ár nú síðan að hæstiréttur Indlands kvað upp dóm sem veitti hindúum heimild til að reisa hindúahof á lóð Babri-moskunnar í Ayodhya. Deilur hafa lengi staðið um landsvæðið, en hæstiréttur kvað upp þann dóm að landið skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi BJP, lagði hornstein að nýju hindúahofi á staðnum í síðasta mánuði. Umdeildur reitur Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu – hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar hafa viljað sjá nýja mosku rísa. Indland Trúmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann LK Advani, auk þeirra MM Joshi og Uma Bharti, voru í hópi þeirra sem neituðu sök um að hafa egnt flokka hindúa til að rífa niður Babri-moskuna, sem reist var á sextándu öld. Eyðilegging moskunnar leiddi til átaka sem verð til þess að um tvö þúsund manns dóu. BBC segir frá því að atburðurinn hafi skipt sköpum í pólitískum uppgangi hægrisinnaðra hindúa í landinu. Bæði opinberar og óháðar rannsóknarnefndir höfðu bendlað háttsetta leiðtoga í Bharatiya Janata-flokknum (BJP) við málið, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee sem lést árið 2018. Árið 1993 voru ákærður gefnar út gegn 49 einstaklingum þar á meðal Advani, Joshi og Bharti. Sautján þeirra eru nú látnir, en dómstóllinn sýknaði hina fyrr í dag. Spenna í samskiptum hindúa og múslima Mikil spenna hefur verið í samskiptum hindúa og múslima í Indlandi síðustu ár, ekki síst vegna atburðarins í Ayodhya og eftirmála hans. Múslimar í Indlandi eru um 200 milljónir talsins, en engu að síður í miklum minnihluta. Tæpt er ár nú síðan að hæstiréttur Indlands kvað upp dóm sem veitti hindúum heimild til að reisa hindúahof á lóð Babri-moskunnar í Ayodhya. Deilur hafa lengi staðið um landsvæðið, en hæstiréttur kvað upp þann dóm að landið skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi BJP, lagði hornstein að nýju hindúahofi á staðnum í síðasta mánuði. Umdeildur reitur Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu – hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar hafa viljað sjá nýja mosku rísa.
Indland Trúmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira