Telur nýtt krabbameinslyf hafa komið sér undan dauðadómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 12:32 Hallgrímur Jónasson, fyrrverandi flugstjóri. Bylgjan Hallgrímur Jónasson fyrrverandi flugstjóri telur að nýlegt líftæknilyf sem hann hóf að taka inn í krabbameinsmeðferð vorið 2018 hafi bjargað lífi hans. Hann greindist með 4. stigs krabbamein í árslok 2016 en hefðbundin lyf bitu ekki á meinið. Meinvörpin hafi hins vegar minnkað hægt og bítandi þökk sé nýja lyfinu og nú stendur Hallgrímur frammi fyrir því að fá mögulega frí frá krabbameinsmeðferð í fyrsta sinn í tæp fjögur ár. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að bylting hafi orðið síðustu ár í meðferð krabbameinssjúkra með nýjum líftæknilyfjum sem örva ónæmiskerfið. Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu að þetta eigi sérstaklega við um þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, maður sem greindist með 4. stigs krabbamein í mars 2018, tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann væri læknaður af krabbameininu, sem talið hafði verið ólæknandi. Þorsteinn losnaði við meinið eftir að hafa farið í mánaðarlega meðferð með líftæknilyfinu Nivolumab. Nýrnakrabbamein af illlæknanlegri tegund Hallgrímur Jónasson fyrrverandi flugstjóri hefur svipaða sögu að segja, sem hann rakti ítarlega í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hallgrímur, sem m.a. vann um árabil í Afríku fyrir Icelandair, veiktist af hitabeltisveiru fyrir nokkrum áratugum og var við dauðans dyr. Hann var lengi undir eftirliti lækna í kjölfar veikindanna og árið 2016 fannst stórt æxli við annað nýrað í honum. Nýrað, með æxlinu, var fjarlægt í skurðaðgerð í árslok 2016 en þá kom jafnframt í ljós að krabbameinið hafði náð að dreifa sér og var á 4. stigi. „Mér var sagt það strax að þetta væri nýrnakrabbamein af illlæknanlegri tegund, sem hefðbundin lyf virkuðu illa á og geislar ekki. Þar að auki voru þessi meinvörp ekki skurðtæk en meðferðin byrjaði strax eftir aðgerðina. Ég man þess dagsetningu raunar, 4. janúar 2017, þá hefst meðferðin, hefðbundin lyfjameðferð, og hún stendur yfir þangað til í apríl 2018, án árangurs,“ sagði Hallgrímur í Bítinu. Möguleiki á fríi í fyrsta sinn í fjögur ár Hann kvaðst hafa fengið slæmar aukaverkanir af lyfjameðferðinni en í apríl 2018 var hann loks boðaður á fund með krabbameinslækni sínum, Ásgerði Sverrisdóttur. Hún var þá búin að sækja um að hann fengi nýtt lyf, Nivolumab. Hallgrímur fór í fyrstu lyfjagjöfina síðar í þessum sama mánuði og hefur fengið það mánaðarlega síðan þá. Meinvörpin, sem gömlu lyfin höfðu ekkert bitið á mánuðina á undan, hófu loks að minnka. „Mjög fljótlega sést að meinvörpin eru ekki að vaxa. Svo líða þrír mánuðir í viðbót og þá kemur í ljós við sneiðmyndatöku að meinvörpin eru að minnka og síðan hafa þau bara verið að minnka og þau eru langt komin með að hverfa eins og ég sit hér í dag,“ sagði Hallgrímur. „Og ef þetta heldur áfram eins og horfir núna er verið að tala um að taka mig af lyfinu, af lyfjagjöf, og ég fái í fyrsta sinn síðan í janúar 2017 frí frá meðferð.“ Farinn að pæla í endalokunum Hallgrímur lýsti því að aukaverkanir af þessu nýja lyfi geti verið nokkuð svæsnar. Þær eru þó vægar í tilfelli Hallgríms; húð- og munnþurrkur og einstaka sinnum roði í húð. Hallgrímur telur að lyfið hafi bjargað lífi sínu – komið sér undan dauðadómi. „Sjálfur tel ég enga spurningu um það. Hefðbundna lyfið, eldri krabbameinslyf sem hafa verið notuð með auðvitað góðum árangri líka í mýmörgum tilfellum, það var ekkert að gera neitt fyrir þetta tiltekna krabbamein. Ég var undirbúin undir það [dauðann], samtölin á spítalanum voru þannig. Ég gerði strax í mínu tilfelli grein fyrir því að hafa allt uppi á borði,“ sagði Hallgrímur. „Vissulega var maður á því stigi þarna að vera farinn að pæla í endalokunum. Að það væri kannski styttra í þau en maður hafði vonað eða reiknað með. Þetta er auðvitað mikil dýfa að vera greindur með krabbamein. Það er alveg ljóst að það eru alltof margir sem standa í þessum sporum, eins og ég var þarna.“ Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Gjörbylting í meðferð krabbameina Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. 25. september 2020 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Hallgrímur Jónasson fyrrverandi flugstjóri telur að nýlegt líftæknilyf sem hann hóf að taka inn í krabbameinsmeðferð vorið 2018 hafi bjargað lífi hans. Hann greindist með 4. stigs krabbamein í árslok 2016 en hefðbundin lyf bitu ekki á meinið. Meinvörpin hafi hins vegar minnkað hægt og bítandi þökk sé nýja lyfinu og nú stendur Hallgrímur frammi fyrir því að fá mögulega frí frá krabbameinsmeðferð í fyrsta sinn í tæp fjögur ár. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að bylting hafi orðið síðustu ár í meðferð krabbameinssjúkra með nýjum líftæknilyfjum sem örva ónæmiskerfið. Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu að þetta eigi sérstaklega við um þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, maður sem greindist með 4. stigs krabbamein í mars 2018, tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann væri læknaður af krabbameininu, sem talið hafði verið ólæknandi. Þorsteinn losnaði við meinið eftir að hafa farið í mánaðarlega meðferð með líftæknilyfinu Nivolumab. Nýrnakrabbamein af illlæknanlegri tegund Hallgrímur Jónasson fyrrverandi flugstjóri hefur svipaða sögu að segja, sem hann rakti ítarlega í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hallgrímur, sem m.a. vann um árabil í Afríku fyrir Icelandair, veiktist af hitabeltisveiru fyrir nokkrum áratugum og var við dauðans dyr. Hann var lengi undir eftirliti lækna í kjölfar veikindanna og árið 2016 fannst stórt æxli við annað nýrað í honum. Nýrað, með æxlinu, var fjarlægt í skurðaðgerð í árslok 2016 en þá kom jafnframt í ljós að krabbameinið hafði náð að dreifa sér og var á 4. stigi. „Mér var sagt það strax að þetta væri nýrnakrabbamein af illlæknanlegri tegund, sem hefðbundin lyf virkuðu illa á og geislar ekki. Þar að auki voru þessi meinvörp ekki skurðtæk en meðferðin byrjaði strax eftir aðgerðina. Ég man þess dagsetningu raunar, 4. janúar 2017, þá hefst meðferðin, hefðbundin lyfjameðferð, og hún stendur yfir þangað til í apríl 2018, án árangurs,“ sagði Hallgrímur í Bítinu. Möguleiki á fríi í fyrsta sinn í fjögur ár Hann kvaðst hafa fengið slæmar aukaverkanir af lyfjameðferðinni en í apríl 2018 var hann loks boðaður á fund með krabbameinslækni sínum, Ásgerði Sverrisdóttur. Hún var þá búin að sækja um að hann fengi nýtt lyf, Nivolumab. Hallgrímur fór í fyrstu lyfjagjöfina síðar í þessum sama mánuði og hefur fengið það mánaðarlega síðan þá. Meinvörpin, sem gömlu lyfin höfðu ekkert bitið á mánuðina á undan, hófu loks að minnka. „Mjög fljótlega sést að meinvörpin eru ekki að vaxa. Svo líða þrír mánuðir í viðbót og þá kemur í ljós við sneiðmyndatöku að meinvörpin eru að minnka og síðan hafa þau bara verið að minnka og þau eru langt komin með að hverfa eins og ég sit hér í dag,“ sagði Hallgrímur. „Og ef þetta heldur áfram eins og horfir núna er verið að tala um að taka mig af lyfinu, af lyfjagjöf, og ég fái í fyrsta sinn síðan í janúar 2017 frí frá meðferð.“ Farinn að pæla í endalokunum Hallgrímur lýsti því að aukaverkanir af þessu nýja lyfi geti verið nokkuð svæsnar. Þær eru þó vægar í tilfelli Hallgríms; húð- og munnþurrkur og einstaka sinnum roði í húð. Hallgrímur telur að lyfið hafi bjargað lífi sínu – komið sér undan dauðadómi. „Sjálfur tel ég enga spurningu um það. Hefðbundna lyfið, eldri krabbameinslyf sem hafa verið notuð með auðvitað góðum árangri líka í mýmörgum tilfellum, það var ekkert að gera neitt fyrir þetta tiltekna krabbamein. Ég var undirbúin undir það [dauðann], samtölin á spítalanum voru þannig. Ég gerði strax í mínu tilfelli grein fyrir því að hafa allt uppi á borði,“ sagði Hallgrímur. „Vissulega var maður á því stigi þarna að vera farinn að pæla í endalokunum. Að það væri kannski styttra í þau en maður hafði vonað eða reiknað með. Þetta er auðvitað mikil dýfa að vera greindur með krabbamein. Það er alveg ljóst að það eru alltof margir sem standa í þessum sporum, eins og ég var þarna.“
Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Gjörbylting í meðferð krabbameina Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. 25. september 2020 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Gjörbylting í meðferð krabbameina Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. 25. september 2020 19:00