Hrósuðu tvítugum fyrirliða Þróttar í hástert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 22:16 Þróttur er tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi Max-deild kvenna. mynd/þróttur Þróttur fékk mikið hrós í Pepsi Max mörkum kvenna í gær og þá sérstaklega fyrirliðinn, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir. Þróttur gerði góða ferð á Selfoss á laugardaginn og vann 1-3 sigur á bikarmeisturunum. Þróttarar voru 0-3 yfir í hálfleik. „Við erum alltaf að tala um Mary Alica [Vignola] sem er frábær leikmaður og skoraði tvö mörk í leiknum. En svo ég komi aftur að Álfhildi Rósu Kjartansdóttur, fyrirliða Þróttar, sem var í skítavinnunni aftarlega á miðjunni, hún var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. „Hún er 20 ára og yngsti fyrirliði deildarinnar. Það sem hún hefur vaxið sem leikmaður síðustu tvö tímabil er ekkert smá. Ég vil bara hrósa henni.“ Mist benti líka á að átta af ellefu leikmönnum í byrjunarliði Þróttar gegn Selfossi eru tvítugir eða yngri. Þær eru sem eru yfir tvítugu eru áðurnefnd Mary Alica, Morgan Goff og Stephanie Ribeiro. „Hinar eru tvítugar eða yngri og fæstar með reynslu úr efstu deild. Bara þetta verkefni, að fara á Selfoss með bakið upp við vegg, og taka þessi þrjú stig, bara risa hrós,“ sagði Mist. Þróttur er í 7. sæti deildarinnar með fimmtán stig, tveimur stigum frá fallsæti. Í síðustu þremur umferðunum mætir Þróttur botnliði KR og Stjörnunni á heimavelli og Þór/KA á útivelli. Helena Ólafsdóttir sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af Þrótti en Mist vildi ekki ganga svo langt að segja að liðið væri hólpið. „Við erum búin að sjá svo miklar sveiflur og alls konar úrslit í þessum neðri hluta þannig að það andar enginn rólega þótt þú sért aðeins farin að slaka á. Þær voru í fallsæti fyrir þessa umferð og það eru endalaus sætaskipti þarna. Það er svo lítið sem skilur á milli,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Þrótt Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Segja uppgang Tindastóls stórkostlegan Rætt var um afrek Tindastóls að komast upp í efstu deild í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. 30. september 2020 14:01 Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31 Þróttarar léku sér að Selfyssingum Selfosskonur steinlágu fyrir nýliðum Þróttar á Selfossi í Pepsi-Max deild kvenna í dag. 26. september 2020 16:20 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Þróttur fékk mikið hrós í Pepsi Max mörkum kvenna í gær og þá sérstaklega fyrirliðinn, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir. Þróttur gerði góða ferð á Selfoss á laugardaginn og vann 1-3 sigur á bikarmeisturunum. Þróttarar voru 0-3 yfir í hálfleik. „Við erum alltaf að tala um Mary Alica [Vignola] sem er frábær leikmaður og skoraði tvö mörk í leiknum. En svo ég komi aftur að Álfhildi Rósu Kjartansdóttur, fyrirliða Þróttar, sem var í skítavinnunni aftarlega á miðjunni, hún var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. „Hún er 20 ára og yngsti fyrirliði deildarinnar. Það sem hún hefur vaxið sem leikmaður síðustu tvö tímabil er ekkert smá. Ég vil bara hrósa henni.“ Mist benti líka á að átta af ellefu leikmönnum í byrjunarliði Þróttar gegn Selfossi eru tvítugir eða yngri. Þær eru sem eru yfir tvítugu eru áðurnefnd Mary Alica, Morgan Goff og Stephanie Ribeiro. „Hinar eru tvítugar eða yngri og fæstar með reynslu úr efstu deild. Bara þetta verkefni, að fara á Selfoss með bakið upp við vegg, og taka þessi þrjú stig, bara risa hrós,“ sagði Mist. Þróttur er í 7. sæti deildarinnar með fimmtán stig, tveimur stigum frá fallsæti. Í síðustu þremur umferðunum mætir Þróttur botnliði KR og Stjörnunni á heimavelli og Þór/KA á útivelli. Helena Ólafsdóttir sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af Þrótti en Mist vildi ekki ganga svo langt að segja að liðið væri hólpið. „Við erum búin að sjá svo miklar sveiflur og alls konar úrslit í þessum neðri hluta þannig að það andar enginn rólega þótt þú sért aðeins farin að slaka á. Þær voru í fallsæti fyrir þessa umferð og það eru endalaus sætaskipti þarna. Það er svo lítið sem skilur á milli,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Þrótt
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Segja uppgang Tindastóls stórkostlegan Rætt var um afrek Tindastóls að komast upp í efstu deild í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. 30. september 2020 14:01 Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31 Þróttarar léku sér að Selfyssingum Selfosskonur steinlágu fyrir nýliðum Þróttar á Selfossi í Pepsi-Max deild kvenna í dag. 26. september 2020 16:20 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Segja uppgang Tindastóls stórkostlegan Rætt var um afrek Tindastóls að komast upp í efstu deild í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. 30. september 2020 14:01
Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31
Þróttarar léku sér að Selfyssingum Selfosskonur steinlágu fyrir nýliðum Þróttar á Selfossi í Pepsi-Max deild kvenna í dag. 26. september 2020 16:20