Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:27 Hluti skýrsluhöfunda kom saman í gær og fögnuðu útgáfu skýrslunnar sem unnið hefur verið að síðustu tvö ár. Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason. Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason.
Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira