Jónsi og Robyn senda frá sér hið „fullkomna popplag“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2020 17:31 Robyn og Jónsi á góðri stundu. Aðsend mynd Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Þurfti ekki að hugsa málið Í laginu Salt Licorice, eða Saltlakkrís, ferðast þau Jónsi og Robyn um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. „Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir um lagið. „Salt Licorice” er svo sætt og fullkomið popplag,” segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!” Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Salt Licorice. Á plötunni Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar. Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Þurfti ekki að hugsa málið Í laginu Salt Licorice, eða Saltlakkrís, ferðast þau Jónsi og Robyn um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. „Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir um lagið. „Salt Licorice” er svo sætt og fullkomið popplag,” segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!” Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Salt Licorice. Á plötunni Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar.
Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira