Segir að leikmenn og þjálfarar Gróttu þurfi ekki að hafa áhyggjur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 16:11 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira