Segir að leikmenn og þjálfarar Gróttu þurfi ekki að hafa áhyggjur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 16:11 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira