Inter Milan og Atalanta með stórsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 21:41 Inter Milan fer vel af stað í ítölsku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Ítalska úrvalsdeildin er komin á fleygiferð og lærisveinar Antonio Conte buðu aftur til veislu. Þá vann Atalanta stórsigur á Lazio. Inter Milan hóf leiktíðina á 4-3 sigri á Fiorentina. Í kvöld unnu þeir 5-2 stórsigur á Benevento á útivelli. Liðið hóf leikinn á besta máta en Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Roberto Gagliardini kom Inter í 2-0 á 25. mínútu og þremur mínútur síðar hafði Lukaku skorað annað mark sitt og þriðja mark Inter. Gianluca Caprari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en Achraf Hakimi kom Inter aftur þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. One goal, one assist in 45 minutes.Inter have a gem pic.twitter.com/a81HGtjrTi— B/R Football (@brfootball) September 30, 2020 Lautaro Martinez bætti fimmta marki Inter við í síðari hálfleik en Caprari minnkaði muninn að nýju þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar með lauk markasúpu dagsins en Inter vann 5-2 sigur í frábærum leik. Í Róm mættust Lazio og Atalanta. Robin Gosens kom gestunum yfir strax eftir tíu mínútna leik og Hans Hataboer bætti við öðru marki þegar rúmur hálftími var liðinn. Gestirnir voru þó ekki hættir og Alejandro Gomez skoraði þriðja mark þeirra áður en flautað var til hálfleiks. Lazio því 3-0 undir í hálfleik en Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 57. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Gomez sitt annað mark og fjórða mark Atalanta. Gomez var frábær í liði Atalanta í kvöld.EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Lokatölur 4-1 Atlanta í vil sem heldur áfram að vera eitt skemmtilegasta lið Evrópu. Lazio virðist hins vegar ekki ætla að ógna toppliðum deildarinnar verulega á þessari leiktíð. Þá unnu nýliðar Spezia góðan 2-0 útisigur á Udinese. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Napoli, Atalanta, Inter, AC Milan og Hellas Verona öll með fullt hús stiga. Lazio hafa á sama tíma unnið einn og tapað einum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Ítalska úrvalsdeildin er komin á fleygiferð og lærisveinar Antonio Conte buðu aftur til veislu. Þá vann Atalanta stórsigur á Lazio. Inter Milan hóf leiktíðina á 4-3 sigri á Fiorentina. Í kvöld unnu þeir 5-2 stórsigur á Benevento á útivelli. Liðið hóf leikinn á besta máta en Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Roberto Gagliardini kom Inter í 2-0 á 25. mínútu og þremur mínútur síðar hafði Lukaku skorað annað mark sitt og þriðja mark Inter. Gianluca Caprari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en Achraf Hakimi kom Inter aftur þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. One goal, one assist in 45 minutes.Inter have a gem pic.twitter.com/a81HGtjrTi— B/R Football (@brfootball) September 30, 2020 Lautaro Martinez bætti fimmta marki Inter við í síðari hálfleik en Caprari minnkaði muninn að nýju þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar með lauk markasúpu dagsins en Inter vann 5-2 sigur í frábærum leik. Í Róm mættust Lazio og Atalanta. Robin Gosens kom gestunum yfir strax eftir tíu mínútna leik og Hans Hataboer bætti við öðru marki þegar rúmur hálftími var liðinn. Gestirnir voru þó ekki hættir og Alejandro Gomez skoraði þriðja mark þeirra áður en flautað var til hálfleiks. Lazio því 3-0 undir í hálfleik en Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 57. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Gomez sitt annað mark og fjórða mark Atalanta. Gomez var frábær í liði Atalanta í kvöld.EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Lokatölur 4-1 Atlanta í vil sem heldur áfram að vera eitt skemmtilegasta lið Evrópu. Lazio virðist hins vegar ekki ætla að ógna toppliðum deildarinnar verulega á þessari leiktíð. Þá unnu nýliðar Spezia góðan 2-0 útisigur á Udinese. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Napoli, Atalanta, Inter, AC Milan og Hellas Verona öll með fullt hús stiga. Lazio hafa á sama tíma unnið einn og tapað einum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira