Víkingar enduðu átta inn á vellinum í síðasta KR-leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 13:31 Það hafa verið læti í leikjum Víkinga og KR-inga. Vísir/Hag Víkingar taka á móti KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld en það eru örugglega margir sem muna eftir látunum í fyrri leik liðanna fyrir 89 dögum. KR vann 2-0 sigur á Víkingi í fjórðu umferðinni en leikurinn fór fram 4. júlí á Meistaravöllum. KR skoraði fyrra markið á 58. mínútu en þá voru Víkingar orðnir manni færri. Seinna markið kom síðan ekki fyrr en á 87. mínútu en þá voru Víkingar átta inn á vellinum á móti ellefu KR-ingum. Kári Árnason fékk rautt spjald á 27. mínútu, Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald á 77. mínútu og Halldór Smári Sigurðsson fékk síðan rauða spjaldið á 85. mínútu. Helgi Mikael Jónasson dómari sýndi Víkingum enga miskunn og varð fyrsti dómarinn í tólf ár til að reka þrjá leikmenn af velli úr sama liði. Garðar Örn Hinriksson rak Grindvíkingana Marinko Skaricic, Zoran Stamenic og Scott Mckenna Ramsay útaf í rautt spjald í leik á móti Fram 8. júní 2008 og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjónsson fengu þá líka rautt. Helgi Mikael rak enga starfsmenn Víkinga af velli en tveir þeirra fengu gult spjald fyrir kröftug mótmæli. Víkingar fengu líka 17.500 króna sekt vegna þrettán refsistiga sem þeir fengu í leiknum. Kári og Halldór Smári fengu báðir einn leik í bann en Sölvi Geir Ottesen fékk þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu eins og segir í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. KR-ingar eru búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð á móti Víkingum eða allt frá því að Víkingum tókst að vinna 1-0 á KR-vellinum 1. júlí 2018. Víkingar hafa aftur á móti ekki unnið KR-inga í Víkinni í meira en fjögur ár eða síðan 25. júlí 2016. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um fyrsta rauða spjald Víkinga í Pepsi Max Tilþrifunum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Víkingar taka á móti KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld en það eru örugglega margir sem muna eftir látunum í fyrri leik liðanna fyrir 89 dögum. KR vann 2-0 sigur á Víkingi í fjórðu umferðinni en leikurinn fór fram 4. júlí á Meistaravöllum. KR skoraði fyrra markið á 58. mínútu en þá voru Víkingar orðnir manni færri. Seinna markið kom síðan ekki fyrr en á 87. mínútu en þá voru Víkingar átta inn á vellinum á móti ellefu KR-ingum. Kári Árnason fékk rautt spjald á 27. mínútu, Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald á 77. mínútu og Halldór Smári Sigurðsson fékk síðan rauða spjaldið á 85. mínútu. Helgi Mikael Jónasson dómari sýndi Víkingum enga miskunn og varð fyrsti dómarinn í tólf ár til að reka þrjá leikmenn af velli úr sama liði. Garðar Örn Hinriksson rak Grindvíkingana Marinko Skaricic, Zoran Stamenic og Scott Mckenna Ramsay útaf í rautt spjald í leik á móti Fram 8. júní 2008 og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjónsson fengu þá líka rautt. Helgi Mikael rak enga starfsmenn Víkinga af velli en tveir þeirra fengu gult spjald fyrir kröftug mótmæli. Víkingar fengu líka 17.500 króna sekt vegna þrettán refsistiga sem þeir fengu í leiknum. Kári og Halldór Smári fengu báðir einn leik í bann en Sölvi Geir Ottesen fékk þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu eins og segir í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. KR-ingar eru búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð á móti Víkingum eða allt frá því að Víkingum tókst að vinna 1-0 á KR-vellinum 1. júlí 2018. Víkingar hafa aftur á móti ekki unnið KR-inga í Víkinni í meira en fjögur ár eða síðan 25. júlí 2016. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um fyrsta rauða spjald Víkinga í Pepsi Max Tilþrifunum.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira