280 milljóna framlag til að menningarsalurinn á Selfossi verði loks kláraður Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 12:15 Innan úr menningarsalnum á Hótel Selfossi. Myndin er tekin á vordögum 2019. Vísir/Magnús Hlynur Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að ríkið muni leggja til 281 milljón króna vegna framkvæmda við menningarsalinn á Selfossi sem staðið hefur nær fokheldur í vel á fjórða áratug. Upphæðin skiptist niður á tvö ár og mun ríkið leggja til 140,5 milljónir vegna framkvæmdanna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Eru framkvæmdirnar sagðar hluti af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Menningarsalinn er að finna á Hótel Selfossi og hefur hann staðið ófullgerður frá árinu 1986. Hann á að taka um þrjú hundruð manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Í frétt Vísis frá síðasta ári sagði frá heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í salinn. Höfðu bæjarfulltrúar í Árborg þá fengið bæði þingmenn og ráðherra í heimsóknir til að sýna þeim salinn í þeirri von að eitthvað færi að gerast í málinu. Gerðu bæjarfulltrúar ráð fyrir að um 350 til 400 milljónir myndi kosta að koma salnum í stand og sögðust vonast til að slíkt myndi gerast með framlagi frá ríkinu, sem og frá bæjarfélaginu sjálfu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Árborg Menning Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að ríkið muni leggja til 281 milljón króna vegna framkvæmda við menningarsalinn á Selfossi sem staðið hefur nær fokheldur í vel á fjórða áratug. Upphæðin skiptist niður á tvö ár og mun ríkið leggja til 140,5 milljónir vegna framkvæmdanna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Eru framkvæmdirnar sagðar hluti af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Menningarsalinn er að finna á Hótel Selfossi og hefur hann staðið ófullgerður frá árinu 1986. Hann á að taka um þrjú hundruð manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Í frétt Vísis frá síðasta ári sagði frá heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í salinn. Höfðu bæjarfulltrúar í Árborg þá fengið bæði þingmenn og ráðherra í heimsóknir til að sýna þeim salinn í þeirri von að eitthvað færi að gerast í málinu. Gerðu bæjarfulltrúar ráð fyrir að um 350 til 400 milljónir myndi kosta að koma salnum í stand og sögðust vonast til að slíkt myndi gerast með framlagi frá ríkinu, sem og frá bæjarfélaginu sjálfu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Árborg Menning Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira