Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 13:17 Gullver í höfn á Seyðisfirði. Síldarvinnslan/Ómar Bogason Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Hinir tíu eru í sjálfskipuðu sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar segir málið tekið alvarlega en vonast að um haustpest sé að ræða. Skipinu var siglt til hafnar á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að fimm skipverjar voru með einkenni sem gætu bent til Covid-smits af sem kórónuveiran veldur. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hitti skipverjana í morgunsárið og tók af þeim sýni. Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, segir skipverjana bíða niðurstöðu á hóteli í bænum. Hinir tíu séu í leiguhúsnæði sem alla jafna er nýtt af ferðamönnum sem lítið er af hér á landi þessa dagana. „Mér fannst það mjög vel gert hjá þeim. Þeir hefðu getað farið heim á herbergi,“ segir Ómar. Allir vilji fara varlega og skipverjarnir því frestað að hitta konu og börn svo alls öryggis væri gætt. „Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu.“ Verið er að landa úr skipinu sem stendur en aðeins þrír fara um borð í skipið, í hlífðarbúnaði. Skipið er lokað að því undanskildu lestinni og löndunarkrana um borð í skipinu. Ómar segir að frekari ákvarðanir verði teknar þegar niðurstaða liggi fyrir, vonandi seinna í dag. Mögulegu smiti sé tekið af mikilli alvöru. „Ef af yrði er þetta gríðarlega stórt mál á svona litlum stað eins og Seyðisfirði. Þá þyrftu margir að fara í einangrun. Maður krossar putta og vonar að þetta sé bara flensa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Sjávarútvegur Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Hinir tíu eru í sjálfskipuðu sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar segir málið tekið alvarlega en vonast að um haustpest sé að ræða. Skipinu var siglt til hafnar á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að fimm skipverjar voru með einkenni sem gætu bent til Covid-smits af sem kórónuveiran veldur. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hitti skipverjana í morgunsárið og tók af þeim sýni. Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, segir skipverjana bíða niðurstöðu á hóteli í bænum. Hinir tíu séu í leiguhúsnæði sem alla jafna er nýtt af ferðamönnum sem lítið er af hér á landi þessa dagana. „Mér fannst það mjög vel gert hjá þeim. Þeir hefðu getað farið heim á herbergi,“ segir Ómar. Allir vilji fara varlega og skipverjarnir því frestað að hitta konu og börn svo alls öryggis væri gætt. „Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu.“ Verið er að landa úr skipinu sem stendur en aðeins þrír fara um borð í skipið, í hlífðarbúnaði. Skipið er lokað að því undanskildu lestinni og löndunarkrana um borð í skipinu. Ómar segir að frekari ákvarðanir verði teknar þegar niðurstaða liggi fyrir, vonandi seinna í dag. Mögulegu smiti sé tekið af mikilli alvöru. „Ef af yrði er þetta gríðarlega stórt mál á svona litlum stað eins og Seyðisfirði. Þá þyrftu margir að fara í einangrun. Maður krossar putta og vonar að þetta sé bara flensa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Sjávarútvegur Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira