„Við höfum einstakt tækifæri til að líta í spegil“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“ Alþingi Píratar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“
Alþingi Píratar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira