Til hamingju með daginn, þroskaþjálfar! Regína Ásvaldsdóttir skrifar 2. október 2020 09:30 Á velferðarsviði Reykjavíkurborgar erum við rík af mannauði en þar starfa fjölmargar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og síðast en ekki síst þroskaþjálfar, svo fjölmennustu fagstéttirnar séu nefndar. Í dag er einmitt alþjóðadagur þroskaþjálfa og því full ástæða til að minna á hversu mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu þeir eru. Þroskaþjálfar vinna í íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, í hæfingartengdri starfsemi, á skammtímaheimilum fyrir fötluð börn og við ráðgjöf, meðal annars við kennara og foreldra. Ég hef oft furðað mig á því hvað störf þessarar stéttar eru lítið í opinberri umræðu en hún ber uppi afar mikilvæga velferðarþjónustu. Á meðan að á Norðurlöndunum tala ráðamenn alltaf um ,,helse og velferd” í sömu andrá og á Bretlandi ,,health and care” þá hefur hingað til ekki verið hefð fyrir því á Íslandi að tala um heilbrigðis- og velferðarmál sem einn samofinn málaflokk, sem hann svo sannarlega er. Heilsufarsvandamálum fylgir gjarnan félagslegur vandi og viðkvæmir hópar sem búa við skerta færni þurfa á báðum þessum kerfum að halda. Á tímum kórónuveirunnar hefur aldrei sem fyrr reynt á fagfólk sem vinnur við málefni fatlaðs fólks. Þegar hæfingatengd starfsemi var lokuð eða skert í fyrstu bylgju veirunnar í vetur ásamt því að kaffihús, sundlaugar og önnur afþreying var ekki í boði þá kostaði það mikið frumkvæði og seiglu hjá stjórnendum og starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk. Auk þess álags sem skapaðist við að íbúar í kjörnunum „misstu“ sín daglegu störf þá þurfti stöðugar endurskipulagningar á vöktum vegna þess hluta starfsmanna sem var í sóttkví auk þeirrar vinnu sem fólst í að viðhalda smitvörnum hjá íbúum. Í yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar hefur ungt fólk gjarnan smitast og það er sá hópur sem vinnur meðal annars hlutastörf í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og þar að leiðandi hefur þessi bylgja bitnað verulega á starfsemi slíkra heimila. Þegar smit kemur upp hjá íbúa þá reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi og úthald stjórnenda sem í flestum tilvikum eru þroskaþjálfar. Og það er einmitt vegna þessa úthalds, seiglu, fagmennsku og helgun í starfi sem okkur hefur tekist vel sem samfélagi að vernda viðkvæma hópa. Við erum því stolt af þeim fjölmörgu þroskaþjálfum sem starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hafa staðist með glansi eitt þyngsta álagspróf sem hefur verið lagt á stéttina í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Til hamingju með daginn! Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Sjá meira
Á velferðarsviði Reykjavíkurborgar erum við rík af mannauði en þar starfa fjölmargar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og síðast en ekki síst þroskaþjálfar, svo fjölmennustu fagstéttirnar séu nefndar. Í dag er einmitt alþjóðadagur þroskaþjálfa og því full ástæða til að minna á hversu mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu þeir eru. Þroskaþjálfar vinna í íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, í hæfingartengdri starfsemi, á skammtímaheimilum fyrir fötluð börn og við ráðgjöf, meðal annars við kennara og foreldra. Ég hef oft furðað mig á því hvað störf þessarar stéttar eru lítið í opinberri umræðu en hún ber uppi afar mikilvæga velferðarþjónustu. Á meðan að á Norðurlöndunum tala ráðamenn alltaf um ,,helse og velferd” í sömu andrá og á Bretlandi ,,health and care” þá hefur hingað til ekki verið hefð fyrir því á Íslandi að tala um heilbrigðis- og velferðarmál sem einn samofinn málaflokk, sem hann svo sannarlega er. Heilsufarsvandamálum fylgir gjarnan félagslegur vandi og viðkvæmir hópar sem búa við skerta færni þurfa á báðum þessum kerfum að halda. Á tímum kórónuveirunnar hefur aldrei sem fyrr reynt á fagfólk sem vinnur við málefni fatlaðs fólks. Þegar hæfingatengd starfsemi var lokuð eða skert í fyrstu bylgju veirunnar í vetur ásamt því að kaffihús, sundlaugar og önnur afþreying var ekki í boði þá kostaði það mikið frumkvæði og seiglu hjá stjórnendum og starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk. Auk þess álags sem skapaðist við að íbúar í kjörnunum „misstu“ sín daglegu störf þá þurfti stöðugar endurskipulagningar á vöktum vegna þess hluta starfsmanna sem var í sóttkví auk þeirrar vinnu sem fólst í að viðhalda smitvörnum hjá íbúum. Í yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar hefur ungt fólk gjarnan smitast og það er sá hópur sem vinnur meðal annars hlutastörf í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og þar að leiðandi hefur þessi bylgja bitnað verulega á starfsemi slíkra heimila. Þegar smit kemur upp hjá íbúa þá reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi og úthald stjórnenda sem í flestum tilvikum eru þroskaþjálfar. Og það er einmitt vegna þessa úthalds, seiglu, fagmennsku og helgun í starfi sem okkur hefur tekist vel sem samfélagi að vernda viðkvæma hópa. Við erum því stolt af þeim fjölmörgu þroskaþjálfum sem starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hafa staðist með glansi eitt þyngsta álagspróf sem hefur verið lagt á stéttina í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Til hamingju með daginn! Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun