Sjáðu dramatíkina á Samsung-vellinum, tilþrif Óskars Arnar og allt hitt úr Pepsi Max-deild karla í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2020 12:08 Kári Pétursson fagnar Hilmari Árna Halldórssyni eftir að hann skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn FH. vísir/hulda margrét Sex mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Um var að ræða frestaða leiki úr 14. umferð. Stjarnan og FH skildu jöfn, 1-1, á Samsung-vellinum í Garðabæ. Pétur Viðarsson kom FH-ingum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði fyrir Stjörnumenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. FH er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig en Stjarnan í því fjórða með 28 stig. Stjörnumenn eiga leik til góða á FH-inga. Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-2 sigri Íslandsmeistaranna á Víkingi. Ægir Jarl Jónasson kom KR-ingum yfir strax á upphafsmínútu leiksins eftir sendingu frá Óskari. Hann skoraði svo seinna mark meistaranna á 71. mínútu. KR er í 6. sæti deildarinnar með 27 stig en Víkingur, sem hefur ekki unnið í tólf leikjum í röð, er í 10. sætinu með sextán stig. Þá gerðu Breiðablik og KA 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli. Þetta var ellefta jafntefli KA-manna í sumar. Metið í efstu deild eru tólf jafntefli sem Blikar afrekuðu fyrir sex árum. Sveinn Margeir Hauksson kom KA yfir á 18. mínútu eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar, markvarðar Breiðabliks. Viktor Karl Einarsson jafnaði fyrir Blika á 53. mínútu og þar við sat. Breiðablik er með 28 stig í 3. sæti deildarinnar. KA er í 8. sætinu með 20 stig. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stjarnan 1-1 FH Klippa: Víkingur 0-2 KR Klippa: Breiðablik 1-1 KA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30 Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. 1. október 2020 23:31 Rúnar Páll: Halli er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Stjörnunnar hældi Haraldi Björnssyni, markverði liðsins, eftir jafnteflið við FH á Samsung-vellinum í kvöld. 1. október 2020 22:59 Getur ekki beðið um meira en 2-3 færi til að skora á móti liði eins og KA Leikið var í 14. umferð Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik og KA skildu jöfn á Kópavogsvelli og markaskorari Blika var svekktur í leikslok. 1. október 2020 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 1-1 | Aftur skoruðu Stjörnumenn á ögurstundu Hilmar Árni Halldórsson bjargaði stigi fyrir Stjörnuna með marki í uppbótartíma er FH mætti í Garðabæinn í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 1. október 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 0-2 | Víkingar án sigurs í 12 leikjum Íslandsmeistarar KR lögðu bikarmeistara Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Líkt og í fyrri leiknum fór leikurinn 2-0 fyrir KR. 1. október 2020 21:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 1-1 | Annað jafntefli liðanna í sumar Breiðablik og KA skildu jöfn í kvöld er þau mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. 1. október 2020 19:50 Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Sjá meira
Sex mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Um var að ræða frestaða leiki úr 14. umferð. Stjarnan og FH skildu jöfn, 1-1, á Samsung-vellinum í Garðabæ. Pétur Viðarsson kom FH-ingum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði fyrir Stjörnumenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. FH er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig en Stjarnan í því fjórða með 28 stig. Stjörnumenn eiga leik til góða á FH-inga. Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-2 sigri Íslandsmeistaranna á Víkingi. Ægir Jarl Jónasson kom KR-ingum yfir strax á upphafsmínútu leiksins eftir sendingu frá Óskari. Hann skoraði svo seinna mark meistaranna á 71. mínútu. KR er í 6. sæti deildarinnar með 27 stig en Víkingur, sem hefur ekki unnið í tólf leikjum í röð, er í 10. sætinu með sextán stig. Þá gerðu Breiðablik og KA 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli. Þetta var ellefta jafntefli KA-manna í sumar. Metið í efstu deild eru tólf jafntefli sem Blikar afrekuðu fyrir sex árum. Sveinn Margeir Hauksson kom KA yfir á 18. mínútu eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar, markvarðar Breiðabliks. Viktor Karl Einarsson jafnaði fyrir Blika á 53. mínútu og þar við sat. Breiðablik er með 28 stig í 3. sæti deildarinnar. KA er í 8. sætinu með 20 stig. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stjarnan 1-1 FH Klippa: Víkingur 0-2 KR Klippa: Breiðablik 1-1 KA
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30 Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. 1. október 2020 23:31 Rúnar Páll: Halli er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Stjörnunnar hældi Haraldi Björnssyni, markverði liðsins, eftir jafnteflið við FH á Samsung-vellinum í kvöld. 1. október 2020 22:59 Getur ekki beðið um meira en 2-3 færi til að skora á móti liði eins og KA Leikið var í 14. umferð Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik og KA skildu jöfn á Kópavogsvelli og markaskorari Blika var svekktur í leikslok. 1. október 2020 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 1-1 | Aftur skoruðu Stjörnumenn á ögurstundu Hilmar Árni Halldórsson bjargaði stigi fyrir Stjörnuna með marki í uppbótartíma er FH mætti í Garðabæinn í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 1. október 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 0-2 | Víkingar án sigurs í 12 leikjum Íslandsmeistarar KR lögðu bikarmeistara Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Líkt og í fyrri leiknum fór leikurinn 2-0 fyrir KR. 1. október 2020 21:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 1-1 | Annað jafntefli liðanna í sumar Breiðablik og KA skildu jöfn í kvöld er þau mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. 1. október 2020 19:50 Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Sjá meira
Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30
Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. 1. október 2020 23:31
Rúnar Páll: Halli er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Stjörnunnar hældi Haraldi Björnssyni, markverði liðsins, eftir jafnteflið við FH á Samsung-vellinum í kvöld. 1. október 2020 22:59
Getur ekki beðið um meira en 2-3 færi til að skora á móti liði eins og KA Leikið var í 14. umferð Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik og KA skildu jöfn á Kópavogsvelli og markaskorari Blika var svekktur í leikslok. 1. október 2020 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 1-1 | Aftur skoruðu Stjörnumenn á ögurstundu Hilmar Árni Halldórsson bjargaði stigi fyrir Stjörnuna með marki í uppbótartíma er FH mætti í Garðabæinn í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 1. október 2020 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 0-2 | Víkingar án sigurs í 12 leikjum Íslandsmeistarar KR lögðu bikarmeistara Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Líkt og í fyrri leiknum fór leikurinn 2-0 fyrir KR. 1. október 2020 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 1-1 | Annað jafntefli liðanna í sumar Breiðablik og KA skildu jöfn í kvöld er þau mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. 1. október 2020 19:50