Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2020 21:27 Grótta - Valur Pepsi max deild karla, Sumar 2020. Foto: hag / Haraldur Guðjónsson/Ljósmynd/hag Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Leiknum lauk með 6-0 sigri Vals sem er því með átta stiga forskot á FH þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Valsmönnum dugar því að vinna tvo leiki til viðbótar og þeir gætu mögulega landað titlinum með sigri á Fylki í Árbænum í næsta leik, 15. október, ef að FH vinnur ekki KA fyrr þann sama dag. Grótta tók aftur á móti enn eitt skrefið í átt að því að fara aftur niður í 1. deild en liðið er níu stigum frá næsta örugga sæti þegar aðeins tólf stig eru enn í boði. Grótta byrjaði leikinn frísklega og Karl Friðleifur Gunnarsson fékk dauðafæri eftir að boltanum var sparkað úr höndum Hannesar Þórs Halldórssonar, en hann skaut í varnarmann. Valur tók hins vegar smám saman stjórnina og eftir að Aron Bjarnason skoraði fyrsta markið var í raun aldrei spurning hvernig færi. Aron skoraði af stuttu færi eftir flotta sókn á 14. mínútu, átti svo hornspyrnu sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skallaði laglega í netið og endurgalt svo Sigurði Agli Lárussyni stoðsendingu á 26. mínútu þegar Sigurður skoraði með glæsilegu skoti í stöng og inn. Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir Val í dag, með skalla.VÍSIR/VILHELM Valsmenn hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Grótta náði stöku skyndisókn, en staðan var 3-0 í hálfleik. Karl Friðleifur komst aftur í dauðafæri fyrir Gróttu snemma í seinni hálfleik, einn gegn Hannesi, en landsliðsmarkmaðurinn sá frábærlega við honum. Mun rólegra var yfir Valsmönnum í seinni hálfleiknum en þeir bættu þó við mörkum. Aron skoraði sitt annað mark eftir góðan undirbúning Rasmus Christiansen og Patrick Pedersen, og Lasse Petry fékk mark á silfurfati því Hákon Rafn Valdimarsson sendi boltann beint á hann þegar hann reyndi að spila frá marki Gróttu. Patrick Pedersen skoraði svo sitt fimmtánda mark í sumar með glæsilegu skoti utan teigs þegar skammt var til leiksloka. Valsmenn höfðu ekki bara ástæðu til að fagna sigrinum og mörkunum öllum því Andri Adolphsson sneri aftur út á völlinn, í fyrsta sinn á leiktíðinni, eftir að hafa verið frá keppni vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. Af hverju vann Valur? Valsmenn eru með gríðarlega hæfileikaríka leikmenn og gátu leyft sér að vera ekki í fimmta gír nema hluta leiksins. Þegar svo var keyrðu þeir gjörsamlega yfir Gróttuliðið. Það hjálpaði Val að skora snemma en Grótta hefði nauðsynlega þurft að nýta sín færi til að eiga einhverja von. Hverjir stóðu upp úr? Aron og Sigurður Egill voru flugbeittir fram á við, sérstaklega á þeim kafla þegar Valur gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Hannes varði mjög vel þegar þess þurfti og frammistaða hans gefur góð fyrirheit fyrir komandi landsleiki, þó að þá verði andstæðingarnir vissulega mikið sterkari. Hvað gekk illa? Það má kannski segja að Gróttumönnum hafi gengið skaplega að skapa sér færi í kvöld, gegn toppliðinu, en allt annað gekk illa í leiknum. Vörnin átti ekki roð í bestu sóknarlínu landsins og á hinum enda vallarins kláruðu gestirnir skotin sín illa. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé en eins og fyrr segir er mögulegt að Valsmenn verði meistarar í fyrsta leik eftir hléið, þann 15. október. Grótta sækir næst Víkinga heim, sama kvöld. Ágúst: Alltaf vont að tapa svona „Þetta var skrýtinn leikur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, skiljanlega daufur í dálkinn. „Við fengum nokkur færi til að byrja með, dauðafæri, en það eru rosaleg gæði í Valsliðinu og þeir refsuðu okkur herfilega. Við gáfum líka einhver tvö mörk. Þetta var stórt tap og ekki gott, en við getum lítið gert í því núna. Við þurfum að sjá hvað fór úrskeiðis. Það alltaf vont að tapa 6-0. Mér fannst þetta óþarflega stórt,“ sagði Ágúst. „Við áttum að vera búnir að skora eitt eða tvö mörk áður en þeir komust yfir. Maður sá í hvað stefndi þegar þeir voru komnir í 3-0. Við komum inn í seinni hálfleikinn og þá fannst mér við vera mjög öflugir, og það lá í loftinu að við myndum minnka muninn, en gæðin í Valsliðinu eru það mikil að ekki má líta af þeim. Það má ekki heldur gefa þeim mörk. Þá endar þetta svona stórt,“ sagði Ágúst. Aðspurður hvort að Gróttumenn væru hreinlega farnir að undirbúa næsta tímabil, í næstefstu deild, svaraði Ágúst: „Nei, það væri illa gert af okkur ef við hugsuðum þannig. Auðvitað ætlum við að klára þetta mót með sóma. Það eru enn fjórir leikir eftir og nú kemur smá pása. Við værum að kasta inn handklæðinu ef við værum að fara að undirbúa næsta ár núna, það eru enn fjórir leikir eftir og við ætlum að klára þá.“ Pepsi Max-deild karla Valur Grótta
Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Leiknum lauk með 6-0 sigri Vals sem er því með átta stiga forskot á FH þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Valsmönnum dugar því að vinna tvo leiki til viðbótar og þeir gætu mögulega landað titlinum með sigri á Fylki í Árbænum í næsta leik, 15. október, ef að FH vinnur ekki KA fyrr þann sama dag. Grótta tók aftur á móti enn eitt skrefið í átt að því að fara aftur niður í 1. deild en liðið er níu stigum frá næsta örugga sæti þegar aðeins tólf stig eru enn í boði. Grótta byrjaði leikinn frísklega og Karl Friðleifur Gunnarsson fékk dauðafæri eftir að boltanum var sparkað úr höndum Hannesar Þórs Halldórssonar, en hann skaut í varnarmann. Valur tók hins vegar smám saman stjórnina og eftir að Aron Bjarnason skoraði fyrsta markið var í raun aldrei spurning hvernig færi. Aron skoraði af stuttu færi eftir flotta sókn á 14. mínútu, átti svo hornspyrnu sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skallaði laglega í netið og endurgalt svo Sigurði Agli Lárussyni stoðsendingu á 26. mínútu þegar Sigurður skoraði með glæsilegu skoti í stöng og inn. Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir Val í dag, með skalla.VÍSIR/VILHELM Valsmenn hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Grótta náði stöku skyndisókn, en staðan var 3-0 í hálfleik. Karl Friðleifur komst aftur í dauðafæri fyrir Gróttu snemma í seinni hálfleik, einn gegn Hannesi, en landsliðsmarkmaðurinn sá frábærlega við honum. Mun rólegra var yfir Valsmönnum í seinni hálfleiknum en þeir bættu þó við mörkum. Aron skoraði sitt annað mark eftir góðan undirbúning Rasmus Christiansen og Patrick Pedersen, og Lasse Petry fékk mark á silfurfati því Hákon Rafn Valdimarsson sendi boltann beint á hann þegar hann reyndi að spila frá marki Gróttu. Patrick Pedersen skoraði svo sitt fimmtánda mark í sumar með glæsilegu skoti utan teigs þegar skammt var til leiksloka. Valsmenn höfðu ekki bara ástæðu til að fagna sigrinum og mörkunum öllum því Andri Adolphsson sneri aftur út á völlinn, í fyrsta sinn á leiktíðinni, eftir að hafa verið frá keppni vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. Af hverju vann Valur? Valsmenn eru með gríðarlega hæfileikaríka leikmenn og gátu leyft sér að vera ekki í fimmta gír nema hluta leiksins. Þegar svo var keyrðu þeir gjörsamlega yfir Gróttuliðið. Það hjálpaði Val að skora snemma en Grótta hefði nauðsynlega þurft að nýta sín færi til að eiga einhverja von. Hverjir stóðu upp úr? Aron og Sigurður Egill voru flugbeittir fram á við, sérstaklega á þeim kafla þegar Valur gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Hannes varði mjög vel þegar þess þurfti og frammistaða hans gefur góð fyrirheit fyrir komandi landsleiki, þó að þá verði andstæðingarnir vissulega mikið sterkari. Hvað gekk illa? Það má kannski segja að Gróttumönnum hafi gengið skaplega að skapa sér færi í kvöld, gegn toppliðinu, en allt annað gekk illa í leiknum. Vörnin átti ekki roð í bestu sóknarlínu landsins og á hinum enda vallarins kláruðu gestirnir skotin sín illa. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé en eins og fyrr segir er mögulegt að Valsmenn verði meistarar í fyrsta leik eftir hléið, þann 15. október. Grótta sækir næst Víkinga heim, sama kvöld. Ágúst: Alltaf vont að tapa svona „Þetta var skrýtinn leikur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, skiljanlega daufur í dálkinn. „Við fengum nokkur færi til að byrja með, dauðafæri, en það eru rosaleg gæði í Valsliðinu og þeir refsuðu okkur herfilega. Við gáfum líka einhver tvö mörk. Þetta var stórt tap og ekki gott, en við getum lítið gert í því núna. Við þurfum að sjá hvað fór úrskeiðis. Það alltaf vont að tapa 6-0. Mér fannst þetta óþarflega stórt,“ sagði Ágúst. „Við áttum að vera búnir að skora eitt eða tvö mörk áður en þeir komust yfir. Maður sá í hvað stefndi þegar þeir voru komnir í 3-0. Við komum inn í seinni hálfleikinn og þá fannst mér við vera mjög öflugir, og það lá í loftinu að við myndum minnka muninn, en gæðin í Valsliðinu eru það mikil að ekki má líta af þeim. Það má ekki heldur gefa þeim mörk. Þá endar þetta svona stórt,“ sagði Ágúst. Aðspurður hvort að Gróttumenn væru hreinlega farnir að undirbúa næsta tímabil, í næstefstu deild, svaraði Ágúst: „Nei, það væri illa gert af okkur ef við hugsuðum þannig. Auðvitað ætlum við að klára þetta mót með sóma. Það eru enn fjórir leikir eftir og nú kemur smá pása. Við værum að kasta inn handklæðinu ef við værum að fara að undirbúa næsta ár núna, það eru enn fjórir leikir eftir og við ætlum að klára þá.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti