Feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. október 2020 23:01 Arnar var sáttur með sigurinn en telur sitt lið eiga eftir að slípast betur saman. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn