„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Birgir Olgeirsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2020 11:25 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira