Rúv „klárlega að skoða það“ að bjóða Daða þátttökuréttinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 11:50 Daði Freyr og Gagnamagnið slóu heldur betur í gegn meðal Eurovision aðdáenda um allan heim í aðdraganda keppninnar 2020 sem aldrei varð af. Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“ Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira