Reyndi að kasta stuðaranum sínum í andstæðing í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:31 Luca Corberi fór langt með að eyðileggja feril sinn með framkomu sinni um helgina. Skjámynd/Youtube Ítalski ökugarpurinn Luca Corberi er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann eftir hneykslanlega framkomu sína í kappakstri á Ítalíu í gær. Luca Corberi var að keppa í FIA KZ heimsmeistaramótinu í körtuakstri en hafði þurft að hætta keppni eftir að hafa lent í árekstri við annan ökumann. Incredible scenes as Luca Corberi throws his bumper at a competitor during the FIA Karting World Championship! Should be a banned for life.https://t.co/CaTRsw4KXy— SPORTbible (@sportbible) October 4, 2020 Corberi þótti greinilega á sér brotið en sá sem keyrði utan í hann gat haldið áfram keppni á meðan hann sjálfur var úr leik. Corberi var alveg brjálaður og hugsaði greinilega ekki skýrt. Því miður komst enginn að honum nægilega snemma til að fá hann til að hætta við fíflaskap sinn. Corberi skapaði nefnilega stórhættu með því að reyna að kasta stuðaranum á ökukerru sinni í annan keppenda um leið og sá hinn sami keyrði framhjá honum. Corberi beið þolinmóður með stuðarann sinn í hendi þar til að umræddur ökumaður keyrði framhjá honum. Hann kastaði þá stuðaranum inn á brautina en margir bílar voru þá að keyra framhjá á sama tíma. Ítalinn skapaði með þessu stórhættu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Karting driver Luca Corberi got mad at a race and then this happened. Should be a ban for life. pic.twitter.com/ofVoSif6fJ— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Luca Corberi var ekki hættur því hann réðst síðan á sama ökumann eftir keppnina og úr urðu talsverð slagsmál á þjónustu- og viðgerðarsvæðinu við kappakstursbrautina. Luca Corberi er 23 ára gamall en það er erfitt að sjá hann eiga einhverja framtíð í kappakstri eftir þessa framgöngu sína. Hann er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann og mögulega ævilangt bann. Hér fyrir neðan má sjá slagsmálin. Karter Luca Corberi continues to vent his anger after the kart race. Somebody arrest this guy. (via @EstagiariodaF1) pic.twitter.com/R9Kuk2VI4G— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Akstursíþróttir Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
Ítalski ökugarpurinn Luca Corberi er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann eftir hneykslanlega framkomu sína í kappakstri á Ítalíu í gær. Luca Corberi var að keppa í FIA KZ heimsmeistaramótinu í körtuakstri en hafði þurft að hætta keppni eftir að hafa lent í árekstri við annan ökumann. Incredible scenes as Luca Corberi throws his bumper at a competitor during the FIA Karting World Championship! Should be a banned for life.https://t.co/CaTRsw4KXy— SPORTbible (@sportbible) October 4, 2020 Corberi þótti greinilega á sér brotið en sá sem keyrði utan í hann gat haldið áfram keppni á meðan hann sjálfur var úr leik. Corberi var alveg brjálaður og hugsaði greinilega ekki skýrt. Því miður komst enginn að honum nægilega snemma til að fá hann til að hætta við fíflaskap sinn. Corberi skapaði nefnilega stórhættu með því að reyna að kasta stuðaranum á ökukerru sinni í annan keppenda um leið og sá hinn sami keyrði framhjá honum. Corberi beið þolinmóður með stuðarann sinn í hendi þar til að umræddur ökumaður keyrði framhjá honum. Hann kastaði þá stuðaranum inn á brautina en margir bílar voru þá að keyra framhjá á sama tíma. Ítalinn skapaði með þessu stórhættu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Karting driver Luca Corberi got mad at a race and then this happened. Should be a ban for life. pic.twitter.com/ofVoSif6fJ— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Luca Corberi var ekki hættur því hann réðst síðan á sama ökumann eftir keppnina og úr urðu talsverð slagsmál á þjónustu- og viðgerðarsvæðinu við kappakstursbrautina. Luca Corberi er 23 ára gamall en það er erfitt að sjá hann eiga einhverja framtíð í kappakstri eftir þessa framgöngu sína. Hann er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann og mögulega ævilangt bann. Hér fyrir neðan má sjá slagsmálin. Karter Luca Corberi continues to vent his anger after the kart race. Somebody arrest this guy. (via @EstagiariodaF1) pic.twitter.com/R9Kuk2VI4G— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020
Akstursíþróttir Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira